Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Ég átti einu sinni ömmu. Sonur minn kallar hana „ömmu mína sem er dáin“ sem hún vissulega er. Hún dó áður en hann fæddist en það er glæsileg mynd af henni á heimili okkar og hún er stundum rædd. Þá segi ég frá minningum mínum um hana - til dæmis að hún var alltaf með bleika mjúka mottu í kringum klósettið og aðra í stíl ofan á klósettsetunni. Baðherbergið hennar var mjög skreytt og greinilegt að hún lagði mikla áherslu á að fegra það sem hægt var, meira að segja Gustavsberg. Hún átti líka alltaf Toffypops kex í búrinu og sagði alltaf já þegar ég bað um kex. Hún keyrði um á eplarauðum settlegum frúarbíl sem var einhvern veginn alltaf nýbónaður og garðurinn hennar var á stærð við fótboltavöll. Sonur minn sér ömmu sína eflaust fyrir sér í lifandi lífi sem einhverskonar hefðarfrú úr sögubók. En sko, þetta er sama amma og bað mig um að tala aldrei við menn með klút á höfðinu þegar ég bjó erlendis. Sama amma og kleip reglulega í síðuna á mér, leit mig hornauga og minnti mig á að konur ættu að passa upp á holdafar sitt. Sama amma og missti manninn sinn af slysförum og fékk ekki hjálp fagaðila til þess að takast á við lífið sem ekkja. Sama amma og hvíslaði að mér á dánarbeðinu að ég þyrfti að lofa henni því að kjósa aldrei neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sama amma og missti son sinn í fæðingu og þurfti að lifa með sorg sinn í þögn því það var ekkert annað í boði en að harka af sér. Sama amma og kallaði manninn minn og síðar barnsföður alltaf vin minn, því hann var ekki af merkilegum ættum og henni fannst ég „geta betur.“ Við sonur minn höfum mjög ólíka sýn á ömmu mína. Hans hugmynd er draumkennd þar sem rignir kexi. Mín hugmynd er raunverulegri. Amma var sú manneskja sem ég leitaði mest til og var minn trúnaðarvinur allt til dauðadags. Það breyttist bara svo margt á meðan hún lifði. Við fæddumst á sömu öld en í allt öðrum heimi. Gildismat hennar og sýn á lífið mótaðist af því hvernig samfélagið var þegar hún var að alast upp. Það ríkti mikill ójöfnuður, Ísland var mjög einangrað land þar sem efnahagsleg stéttaskipting var mikil og frændhygli réð ríkjum. Karlar áttu öll tækifærin, konur áttu að ala börn og hlýða. Lífslíkur voru minni og mikil þöggun ríkti um ofbeldismál. Vöggustofur, barnaheimili og uppeldisheimili voru víða um land, því einhversstaðar þurftu óþekku krakkarnir að vera og helst ekki vera heima hjá sér. Upptalningin að ofan er ekki skrifuð til þess að varpa skugga á líf ömmu. Hún er áminning um að það er verið að kasta ryki í augun á okkur kjósendum þegar talað er um að það sé þörf á því að fá aftur gamla góða Ísland. Það er nefnilega ekki svo að allt gamalt sé gott. Margt gamalt eldist nefnilega illa og er best geymt í fortíðinni. Horfum til framtíðar, krefjumst breytinga á því sem virkar illa og hugsum um Ísland sem land næstu kynslóða, en ekki land ömmu minnar sem er dáin. Höfundur er móðir sem horfir til framtíðar og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég átti einu sinni ömmu. Sonur minn kallar hana „ömmu mína sem er dáin“ sem hún vissulega er. Hún dó áður en hann fæddist en það er glæsileg mynd af henni á heimili okkar og hún er stundum rædd. Þá segi ég frá minningum mínum um hana - til dæmis að hún var alltaf með bleika mjúka mottu í kringum klósettið og aðra í stíl ofan á klósettsetunni. Baðherbergið hennar var mjög skreytt og greinilegt að hún lagði mikla áherslu á að fegra það sem hægt var, meira að segja Gustavsberg. Hún átti líka alltaf Toffypops kex í búrinu og sagði alltaf já þegar ég bað um kex. Hún keyrði um á eplarauðum settlegum frúarbíl sem var einhvern veginn alltaf nýbónaður og garðurinn hennar var á stærð við fótboltavöll. Sonur minn sér ömmu sína eflaust fyrir sér í lifandi lífi sem einhverskonar hefðarfrú úr sögubók. En sko, þetta er sama amma og bað mig um að tala aldrei við menn með klút á höfðinu þegar ég bjó erlendis. Sama amma og kleip reglulega í síðuna á mér, leit mig hornauga og minnti mig á að konur ættu að passa upp á holdafar sitt. Sama amma og missti manninn sinn af slysförum og fékk ekki hjálp fagaðila til þess að takast á við lífið sem ekkja. Sama amma og hvíslaði að mér á dánarbeðinu að ég þyrfti að lofa henni því að kjósa aldrei neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sama amma og missti son sinn í fæðingu og þurfti að lifa með sorg sinn í þögn því það var ekkert annað í boði en að harka af sér. Sama amma og kallaði manninn minn og síðar barnsföður alltaf vin minn, því hann var ekki af merkilegum ættum og henni fannst ég „geta betur.“ Við sonur minn höfum mjög ólíka sýn á ömmu mína. Hans hugmynd er draumkennd þar sem rignir kexi. Mín hugmynd er raunverulegri. Amma var sú manneskja sem ég leitaði mest til og var minn trúnaðarvinur allt til dauðadags. Það breyttist bara svo margt á meðan hún lifði. Við fæddumst á sömu öld en í allt öðrum heimi. Gildismat hennar og sýn á lífið mótaðist af því hvernig samfélagið var þegar hún var að alast upp. Það ríkti mikill ójöfnuður, Ísland var mjög einangrað land þar sem efnahagsleg stéttaskipting var mikil og frændhygli réð ríkjum. Karlar áttu öll tækifærin, konur áttu að ala börn og hlýða. Lífslíkur voru minni og mikil þöggun ríkti um ofbeldismál. Vöggustofur, barnaheimili og uppeldisheimili voru víða um land, því einhversstaðar þurftu óþekku krakkarnir að vera og helst ekki vera heima hjá sér. Upptalningin að ofan er ekki skrifuð til þess að varpa skugga á líf ömmu. Hún er áminning um að það er verið að kasta ryki í augun á okkur kjósendum þegar talað er um að það sé þörf á því að fá aftur gamla góða Ísland. Það er nefnilega ekki svo að allt gamalt sé gott. Margt gamalt eldist nefnilega illa og er best geymt í fortíðinni. Horfum til framtíðar, krefjumst breytinga á því sem virkar illa og hugsum um Ísland sem land næstu kynslóða, en ekki land ömmu minnar sem er dáin. Höfundur er móðir sem horfir til framtíðar og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun