Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 08:48 Bernie Sanders náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont í kosningunum á þriðjudag. Hann hefur setið á þinginu frá árinu 2007. AP Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29
„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30