Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 10:01 Það er mikið í húfi með verkfalli kennara, það er allt menntakerfið landsins sem er undir. Við kennarar erum að fara í aðgerðir einmitt til að bæta menntakerfið sem margir telja að sé bara alls ekki nógu gott. Gott og vel – ræðum það aðeins, en hvert viljum við stefna með menntakerfið? Viljum við bæta það eða halda áfram á sömu braut? Er skrýtið að menntakerfið er að versna þegar við erum enn í nóvember að auglýsa eftir umsjónarkennurum í grunnskóla, eða að leita eftir bara einhverjum sem talar íslensku og nennir mögulega að koma og vinna í leikskóla? Ef við viljum halda áfram að tala um að menntakerfið sé ekki nógu gott þá höldum við bara áfram á sömu braut og leyfum kennurum að hverfa til annara starfa eins og þeir eru að gera í dag. Ef við viljum bæta menntakerfið þá þurfum við að fjárfesta í kennurum og fá þá aftur til starfa – það er deginum ljósara, svo er reyndar margt annað sem þarf að gera s.s. bæta námsefni en það gerum við jú ekki án kennara. En svo það sé nú alveg á hreinu að án kennara í menntakerfinu förum við ekki langt og bætum ekki nokkurn skapaðan hlut. En með því að fjárfesta í kennurum þá stoppum við amk það flæði sem er af kennurum út úr kerfinu en þeir vilja að sjálfsögðu fara að vinna annarsstaðar til að fá nám sitt metið að verðleikum. Nám kennara er nefnilega ekki metið í menntakerfinu í dag en nám kennara er metið mun hærra í ýmsum öðrum störfum og kennarar oft vinsælt vinnuafl í ýmiskonar önnur sérfræðistörf. Ég sjálf er kennari, hef kennt börnum í 1. og 2. bekk, kennt myndlist í 2.-10.bekk í mörg ár, fært mig yfir í leikskólastigið og verið þar deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og nú sem leikskólastjóri. Ég hef bætt við mig endalaust af námskeiðum, faglegri þekkingu, andlegum námskeiðum til að halda almennri geðheilsu við krefjandi starf og starfsaðstæður, bætt við mig mastersnámi til að verða stjórnandi og lagt á mig ýmislegt til að geta sinnt mínu starfi. Ég þekki góða kennara, já og kynnst líka nokkrum sem hafa kannski bara átt að vinna við eitthvað annað – en við höfum jú öll unnið með einhverjum í einhverri vinnu sem kannski átti bara að gera eitthvað annað. En í gegnum tíðina hef ég verið heppin með kennara hjá börnunum mínum. Ég hef verið stolt af þeim kennurum sem hafa hjálpað mér við það að ala upp börnin mín. Til þeirra hugsa ég oft af hlýhug og með þakklæti. Ég hef getað leitað til kennaranna, fengið þá í lið með mér þegar eitthvað bjátaði á og kennararnir hafa oft á tíðum vitað ansi margt um heimilishaldið og börnin mín endurspeglað álit okkar foreldranna á ýmsum málum og málefnum þegar þau eru komin í skólastofuna. Ég hef hins vegar líka lent í að barnið mitt fékk leiðbeinanda en ekki kennara til að kenna sér. Ég þurfti t.d. þá að benda leiðbeinandanum á að það væri ekki barnsins að minna á í hverju prófi að það væri lesblint, ég þurfti líka að sitja með barnið mitt sem grét eftir að leiðbeinandi fann að því hve lengi það var að læra og fleira sem ég vil ekki fara út í hér. Ég hef þurft að fá aðstoð annarra frábærra kennara til að byggja aftur upp þetta sama barn sem þeir allir gerðu af heilum hug enda vissu þeir sem kennarar að hvatning og jákvæðni væri stór þáttur í námi barnsins míns og unnu af fagmennsku við að efla barnið mitt. Það er ekki auðvelt að vera sjálf kennari skal ég segja ykkur og horfa á barnið sitt fá lakari kennslu en önnur börn, get alveg viðurkennt að hafa oft verið frekar sorgmædd yfir því. En hvert viljum við stefna? Viljum við ekki öll fá gæðamenntun fyrir börnin okkar? Viljum við ekki vera örugg um það að þegar að barnið okkar fer í leik-, grunn- eða framhaldsskóla að þar séu kennarar sem sinna kennslu barnanna okkar af fagmennsku, alúð og þekkingu en ekki að við störf sé bara sá aðili sem var skásti i kosturinn þegar það var auglýst síðast? Viljum við ekki menntakerfi þar sem öll börn fái kennara sem hafi til þess réttindi og lært kennslufræði? Kjarabaraátta kennara snýst ekki um krónutölu, kjarabaráttan snýst ekki um leiðbeinendur, kjarabaráttan snýst um hvort að við viljum að menntakerfið haldi næstu árin, kjarabaraáttan snýst um hvort við viljum bæta menntakerfið, kjarabaráttan snýst um hvort að við viljum kennara til að kenna börnum okkar, kjarabaráttan snýst um hvort að það eigi að standa við undirritaðan samning sem undirritaður var af Bjarna Benedikssyni, Sigurði Inga Jóhannssyni, Halldóri Halldórssyni, Karli Björnssyni, Elínu Björgu Jónsdóttur, Þórunni Sveinbjarnardóttur og Þórði Hjaltested árið 2016. Allir þessir aðilar skrifuðu undir samkomulagið og nú þarf að efna það. Undirritað samkomulag skal standa. Við kennarar eru búin með okkar part af samkomulaginu sem var að gefa eftir lífeyrisréttindi og núna er komið að því að jafna laun okkar við laun annara sérfræðinga eins og samkomulagið segir til um. Það er verkefni samningarnefndar sveitafélagana að koma með hvaða viðmiðunarhóp af sérfræðingum þeir telja að við eigum að horfa til þegar við jöfnum laun milli kennara og sérfræðinga á almennum markaði, en um það var einmitt samið í samkomulaginu frá árinu 2016. Viljum við ekki öll að börn framtíðarinnar fái góða menntun og nái betri árangri? Það er dýrmætt að finna samtakamáttinn hjá kennurum á öllum skólastigum í dag og við erum öll í þessu saman! Fjárfestum í kennurum til að fjárfesta í framtíð landsins. Björgum menntakerfinu með því að fjárfesta í innviðum þess en það eru kennararnir. Áfram kennarar! Höfundur er leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og Samráðsfulltrú FSL í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Það er mikið í húfi með verkfalli kennara, það er allt menntakerfið landsins sem er undir. Við kennarar erum að fara í aðgerðir einmitt til að bæta menntakerfið sem margir telja að sé bara alls ekki nógu gott. Gott og vel – ræðum það aðeins, en hvert viljum við stefna með menntakerfið? Viljum við bæta það eða halda áfram á sömu braut? Er skrýtið að menntakerfið er að versna þegar við erum enn í nóvember að auglýsa eftir umsjónarkennurum í grunnskóla, eða að leita eftir bara einhverjum sem talar íslensku og nennir mögulega að koma og vinna í leikskóla? Ef við viljum halda áfram að tala um að menntakerfið sé ekki nógu gott þá höldum við bara áfram á sömu braut og leyfum kennurum að hverfa til annara starfa eins og þeir eru að gera í dag. Ef við viljum bæta menntakerfið þá þurfum við að fjárfesta í kennurum og fá þá aftur til starfa – það er deginum ljósara, svo er reyndar margt annað sem þarf að gera s.s. bæta námsefni en það gerum við jú ekki án kennara. En svo það sé nú alveg á hreinu að án kennara í menntakerfinu förum við ekki langt og bætum ekki nokkurn skapaðan hlut. En með því að fjárfesta í kennurum þá stoppum við amk það flæði sem er af kennurum út úr kerfinu en þeir vilja að sjálfsögðu fara að vinna annarsstaðar til að fá nám sitt metið að verðleikum. Nám kennara er nefnilega ekki metið í menntakerfinu í dag en nám kennara er metið mun hærra í ýmsum öðrum störfum og kennarar oft vinsælt vinnuafl í ýmiskonar önnur sérfræðistörf. Ég sjálf er kennari, hef kennt börnum í 1. og 2. bekk, kennt myndlist í 2.-10.bekk í mörg ár, fært mig yfir í leikskólastigið og verið þar deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og nú sem leikskólastjóri. Ég hef bætt við mig endalaust af námskeiðum, faglegri þekkingu, andlegum námskeiðum til að halda almennri geðheilsu við krefjandi starf og starfsaðstæður, bætt við mig mastersnámi til að verða stjórnandi og lagt á mig ýmislegt til að geta sinnt mínu starfi. Ég þekki góða kennara, já og kynnst líka nokkrum sem hafa kannski bara átt að vinna við eitthvað annað – en við höfum jú öll unnið með einhverjum í einhverri vinnu sem kannski átti bara að gera eitthvað annað. En í gegnum tíðina hef ég verið heppin með kennara hjá börnunum mínum. Ég hef verið stolt af þeim kennurum sem hafa hjálpað mér við það að ala upp börnin mín. Til þeirra hugsa ég oft af hlýhug og með þakklæti. Ég hef getað leitað til kennaranna, fengið þá í lið með mér þegar eitthvað bjátaði á og kennararnir hafa oft á tíðum vitað ansi margt um heimilishaldið og börnin mín endurspeglað álit okkar foreldranna á ýmsum málum og málefnum þegar þau eru komin í skólastofuna. Ég hef hins vegar líka lent í að barnið mitt fékk leiðbeinanda en ekki kennara til að kenna sér. Ég þurfti t.d. þá að benda leiðbeinandanum á að það væri ekki barnsins að minna á í hverju prófi að það væri lesblint, ég þurfti líka að sitja með barnið mitt sem grét eftir að leiðbeinandi fann að því hve lengi það var að læra og fleira sem ég vil ekki fara út í hér. Ég hef þurft að fá aðstoð annarra frábærra kennara til að byggja aftur upp þetta sama barn sem þeir allir gerðu af heilum hug enda vissu þeir sem kennarar að hvatning og jákvæðni væri stór þáttur í námi barnsins míns og unnu af fagmennsku við að efla barnið mitt. Það er ekki auðvelt að vera sjálf kennari skal ég segja ykkur og horfa á barnið sitt fá lakari kennslu en önnur börn, get alveg viðurkennt að hafa oft verið frekar sorgmædd yfir því. En hvert viljum við stefna? Viljum við ekki öll fá gæðamenntun fyrir börnin okkar? Viljum við ekki vera örugg um það að þegar að barnið okkar fer í leik-, grunn- eða framhaldsskóla að þar séu kennarar sem sinna kennslu barnanna okkar af fagmennsku, alúð og þekkingu en ekki að við störf sé bara sá aðili sem var skásti i kosturinn þegar það var auglýst síðast? Viljum við ekki menntakerfi þar sem öll börn fái kennara sem hafi til þess réttindi og lært kennslufræði? Kjarabaraátta kennara snýst ekki um krónutölu, kjarabaráttan snýst ekki um leiðbeinendur, kjarabaráttan snýst um hvort að við viljum að menntakerfið haldi næstu árin, kjarabaraáttan snýst um hvort við viljum bæta menntakerfið, kjarabaráttan snýst um hvort að við viljum kennara til að kenna börnum okkar, kjarabaráttan snýst um hvort að það eigi að standa við undirritaðan samning sem undirritaður var af Bjarna Benedikssyni, Sigurði Inga Jóhannssyni, Halldóri Halldórssyni, Karli Björnssyni, Elínu Björgu Jónsdóttur, Þórunni Sveinbjarnardóttur og Þórði Hjaltested árið 2016. Allir þessir aðilar skrifuðu undir samkomulagið og nú þarf að efna það. Undirritað samkomulag skal standa. Við kennarar eru búin með okkar part af samkomulaginu sem var að gefa eftir lífeyrisréttindi og núna er komið að því að jafna laun okkar við laun annara sérfræðinga eins og samkomulagið segir til um. Það er verkefni samningarnefndar sveitafélagana að koma með hvaða viðmiðunarhóp af sérfræðingum þeir telja að við eigum að horfa til þegar við jöfnum laun milli kennara og sérfræðinga á almennum markaði, en um það var einmitt samið í samkomulaginu frá árinu 2016. Viljum við ekki öll að börn framtíðarinnar fái góða menntun og nái betri árangri? Það er dýrmætt að finna samtakamáttinn hjá kennurum á öllum skólastigum í dag og við erum öll í þessu saman! Fjárfestum í kennurum til að fjárfesta í framtíð landsins. Björgum menntakerfinu með því að fjárfesta í innviðum þess en það eru kennararnir. Áfram kennarar! Höfundur er leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og Samráðsfulltrú FSL í Reykjavík.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun