Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:31 „Góðan dag, mér þykir það leitt en við þurfum að segja upp plássi barnsins þíns því reikningar frá því í í ágúst og september eru ógreiddir.” Það er desember, þú stendur í röð við eina fjölförnustu götu bæjarins. Þín versta tilhugsun er að einhver sem þú þekkir muni koma gangandi og sjá þig í einmitt þessari röð. Æ, nei, þarna er myndatökumaður frá sjónvarpinu, það er eiginlega enn verra. Jafnvel þó hann taki bara mynd af skónum þínum. Sjónvarpsfréttirnar verða áminning um hvar þú eyddir deginum. Í röð að bíða eftir ölmusu, því það að halda jól er ekki jafn sjálfgefið og einhver hefði haldið. Kvíðvænlegt símtal, þú þarft að biðja um að fresta greiðslum á keppnisferð barnsins þíns. Kannski verður þú svo heppin að fá afslátt af æfingagjöldum. Tannlæknir fyrir þig sjálfa, gleymdu því. Þú færð sendan greiðsluseðil í bankann hjá heilsugæslunni því það er komið fram yfir miðjan mánuðinn. Þú ert send til sérfræðings, æ nei sá greiðsluseðill verður enn stærri biti. Áttu fyrir lyfjunum eða þarftu að bíða fram yfir mánaðamót með að leysa þau út? Þú leitar á náðir hjálparstofnana, listar upp allar þínar tekjur og útgjöld með þá von að fá aðstoð. Þetta er jú eiginlega full vinna, að hafa áhyggjur af því hvort fjölskyldan fái að borða. Við hljótum að sjá hversu mikil skerðing á lífsgæðum og jaðarsetning það er að setja fólk í þessar aðstæður. Skýrsla UNICEF, frá árinu 2023, sýndi fram á að barnafátækt á Íslandi hafði aukist næst mest í heiminum á árunum 2014-2021. Eru þessar staðreyndir að ríma við það samfélag sem við viljum lifa í? Þetta ástand er stórlega skaðlegt heilsu fólks og jaðarsetur börn og fullorðna á hverjum degi. Staðan er orðin þannig að nær ómögulegt er að reka heimili með einungis einni fyrirvinnu, af þessu leiðir að stór hluti einstæðra foreldra lifir við fátæktarmörk þrátt fyrir að vinna jafnvel fleiri en eitt starf. Þetta fyrirkomulag heldur fólki jafnvel í ofbeldissamböndum, því það veit að skilnaður gæti verið ávísun á fátækt. Er þetta kerfi óhjákvæmilegt? Nei, þessi raunveruleiki er bein afleiðing braskvæðingar húsnæðismarkaðarins og þess að stjórnvöld hafa horfið frá félagslegum gildum bæði í heilbrigðis-, velferðar- og menntunarmálum. Við höfum fjöldamörg tækifæri til að létta undir barnafjölskyldum, láglaunafólki, öryrkjum og öldruðum. Sósíalistar hafa nú þegar, í gegnum verkalýðsbaráttu unnið slíkar orrustur, nú eru t.d. skólamáltíðir orðnar gjaldfrjálsar, sem fækkar að minnsta kosti áhyggjuefnunum um eitt. Sigur sem náðist gegnum sósíalíska baráttu verkalýðsins. En betur má ef duga skal. Efnalitlir foreldrar þekkja það vel einmitt að eiga erfitt með að greiða þessa reikninga; skólamáltíðir, skólaferðalög, æfingagjöld, keppnisferðir, lyf o.s.frv. Þegar svo er í pottinn búið að foreldrar sjá ekki aðra leið en að leita til hjálparstofnana til þess að börnin geti fengið mat, ganga bónleið til skólastjórnenda eða íþróttaþjálfara vitum við að allt annað hefur verið reynt. Skrefin til þeirra sem hjálp geta veitt eru þung. Svo þung að þau eru ekki gengin fyrr en löngu eftir að nauðsynlegt var að feta þau. Það þarf enga plástra, það þarf lausnir Hægri vængur stjórnmálanna vill gjarnan leysa málin með þessari aðferð; þau sem eiga mesta fjármagnið geta klappað hvoru öðru á bakið fyrir að styrkja við fólkið sem neyðist til að biðja um ölmusu. Þetta telur nýfrjálshyggjan vera æskilega leið til þess að börn geti tekið fullan þátt í samfélaginu og foreldrar geti sett mat á diskana á hverjum degi eða öryrkjar og eldri borgarar geti lifað út mánuðinn. Fullkomlega blind fyrir þeirri auðmýkingu sem felst í því að biðja um hjálpina.Þetta fyrirkomulag er sköpunarverk nýfrjálshyggjunnar. Þau vilja eiga allan peninginn og útdeila eftir hentugleika og geðþótta. Svarið við þessari þróun er félagshyggja. Húsnæðismarkaðinn þarf að félagsvæða og leysa úr klóm gróðabraskara. Að hafa þak yfir höfuðið eru mannréttindi en ekki forréttindi og það er ólíðandi að fólk sé farið að greiða bróðurpart launa sinna í húsnæðiskostnað. Sósíalistaflokkurinn hefur lýst yfir neyðarástandi í húsnæðismálum og sett fram 7 einfaldar og augljósar aðgerðir sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði. Markaðurinn er ekki að fara að leysa húsnæðisvandann. Fjárfestar eiga ekki að vera að braska með heimili okkar. Í ár fóru 9 af hverjum 10 seldum íbúðum til fjárfesta sem líta á húsnæði sem tækifæri til að auðgast.. Þegar venjulegar fjölskyldur eru að keppast við ríkasta fólk þjóðarinnar er vægast sagt ójafnt gefið. Þetta er algjör viðsnúningur frá ástandinu fyrir 20 árum, þegar 90% seldra íbúða fóru til almennings. Auka þarf félagslegt húsnæði, gera óhagnaðardrifnum leigufélögum kleift að starfa. Við þurfum líka að líta á það sem vel var gert í fortíðinni, líkt og Verkamannabústaðakerfið. Þannig má gera stórar breytingar til batnaðar á húsnæðismarkaði. Það þarf að vera eitthvað eftir til að lifa áhyggjulausu lífi eftir að við höfum annað hvort greitt leiguna eða af húsnæðisláninu. Sósíalistaflokkur Íslands er með ítarlegar stefnur um það hvernig bæta má lífskjör á Íslandi. Hækka þarf skattleysismörk þannig að lægstu laun eða bætur séu aldrei skattskyld og sömuleiðis þurfa laun og bætur að fylgja raunhæfu neysluviðmiði. Í stefnum flokksins segir meðal annars að öll menntun barna og ungmenna skuli vera gjaldfrjáls, einnig framhalds- og háskólamenntun og að velferðarþjónusta skuli ekki rekin í hagnaðarskyni. Á Íslandi á að ríkja velferðarsamfélag, þar sem við vinnum markvisst að réttlátri skiptingu gæða og útrýmingu á fátækt. Sósíalistaflokkurinn berst fyrir jöfnum tækifærum allra óháð, efnahag, uppruna, kyni, trú, aldri eða kynvitund. Við eigum að útrýma þessu ölmusuhagkerfi, það á ekki að þurfa hjálparstofnanir sem slíkar í almennilegu velferðarsamfélagi. Sósíalistaflokkurinn er flokkur almennings, markmiðið er samfélag frelsis, jöfnuðar og samkenndar. Kjóstu með hjartanu! Fyrir fólkið, ekki auðmagnið. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
„Góðan dag, mér þykir það leitt en við þurfum að segja upp plássi barnsins þíns því reikningar frá því í í ágúst og september eru ógreiddir.” Það er desember, þú stendur í röð við eina fjölförnustu götu bæjarins. Þín versta tilhugsun er að einhver sem þú þekkir muni koma gangandi og sjá þig í einmitt þessari röð. Æ, nei, þarna er myndatökumaður frá sjónvarpinu, það er eiginlega enn verra. Jafnvel þó hann taki bara mynd af skónum þínum. Sjónvarpsfréttirnar verða áminning um hvar þú eyddir deginum. Í röð að bíða eftir ölmusu, því það að halda jól er ekki jafn sjálfgefið og einhver hefði haldið. Kvíðvænlegt símtal, þú þarft að biðja um að fresta greiðslum á keppnisferð barnsins þíns. Kannski verður þú svo heppin að fá afslátt af æfingagjöldum. Tannlæknir fyrir þig sjálfa, gleymdu því. Þú færð sendan greiðsluseðil í bankann hjá heilsugæslunni því það er komið fram yfir miðjan mánuðinn. Þú ert send til sérfræðings, æ nei sá greiðsluseðill verður enn stærri biti. Áttu fyrir lyfjunum eða þarftu að bíða fram yfir mánaðamót með að leysa þau út? Þú leitar á náðir hjálparstofnana, listar upp allar þínar tekjur og útgjöld með þá von að fá aðstoð. Þetta er jú eiginlega full vinna, að hafa áhyggjur af því hvort fjölskyldan fái að borða. Við hljótum að sjá hversu mikil skerðing á lífsgæðum og jaðarsetning það er að setja fólk í þessar aðstæður. Skýrsla UNICEF, frá árinu 2023, sýndi fram á að barnafátækt á Íslandi hafði aukist næst mest í heiminum á árunum 2014-2021. Eru þessar staðreyndir að ríma við það samfélag sem við viljum lifa í? Þetta ástand er stórlega skaðlegt heilsu fólks og jaðarsetur börn og fullorðna á hverjum degi. Staðan er orðin þannig að nær ómögulegt er að reka heimili með einungis einni fyrirvinnu, af þessu leiðir að stór hluti einstæðra foreldra lifir við fátæktarmörk þrátt fyrir að vinna jafnvel fleiri en eitt starf. Þetta fyrirkomulag heldur fólki jafnvel í ofbeldissamböndum, því það veit að skilnaður gæti verið ávísun á fátækt. Er þetta kerfi óhjákvæmilegt? Nei, þessi raunveruleiki er bein afleiðing braskvæðingar húsnæðismarkaðarins og þess að stjórnvöld hafa horfið frá félagslegum gildum bæði í heilbrigðis-, velferðar- og menntunarmálum. Við höfum fjöldamörg tækifæri til að létta undir barnafjölskyldum, láglaunafólki, öryrkjum og öldruðum. Sósíalistar hafa nú þegar, í gegnum verkalýðsbaráttu unnið slíkar orrustur, nú eru t.d. skólamáltíðir orðnar gjaldfrjálsar, sem fækkar að minnsta kosti áhyggjuefnunum um eitt. Sigur sem náðist gegnum sósíalíska baráttu verkalýðsins. En betur má ef duga skal. Efnalitlir foreldrar þekkja það vel einmitt að eiga erfitt með að greiða þessa reikninga; skólamáltíðir, skólaferðalög, æfingagjöld, keppnisferðir, lyf o.s.frv. Þegar svo er í pottinn búið að foreldrar sjá ekki aðra leið en að leita til hjálparstofnana til þess að börnin geti fengið mat, ganga bónleið til skólastjórnenda eða íþróttaþjálfara vitum við að allt annað hefur verið reynt. Skrefin til þeirra sem hjálp geta veitt eru þung. Svo þung að þau eru ekki gengin fyrr en löngu eftir að nauðsynlegt var að feta þau. Það þarf enga plástra, það þarf lausnir Hægri vængur stjórnmálanna vill gjarnan leysa málin með þessari aðferð; þau sem eiga mesta fjármagnið geta klappað hvoru öðru á bakið fyrir að styrkja við fólkið sem neyðist til að biðja um ölmusu. Þetta telur nýfrjálshyggjan vera æskilega leið til þess að börn geti tekið fullan þátt í samfélaginu og foreldrar geti sett mat á diskana á hverjum degi eða öryrkjar og eldri borgarar geti lifað út mánuðinn. Fullkomlega blind fyrir þeirri auðmýkingu sem felst í því að biðja um hjálpina.Þetta fyrirkomulag er sköpunarverk nýfrjálshyggjunnar. Þau vilja eiga allan peninginn og útdeila eftir hentugleika og geðþótta. Svarið við þessari þróun er félagshyggja. Húsnæðismarkaðinn þarf að félagsvæða og leysa úr klóm gróðabraskara. Að hafa þak yfir höfuðið eru mannréttindi en ekki forréttindi og það er ólíðandi að fólk sé farið að greiða bróðurpart launa sinna í húsnæðiskostnað. Sósíalistaflokkurinn hefur lýst yfir neyðarástandi í húsnæðismálum og sett fram 7 einfaldar og augljósar aðgerðir sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði. Markaðurinn er ekki að fara að leysa húsnæðisvandann. Fjárfestar eiga ekki að vera að braska með heimili okkar. Í ár fóru 9 af hverjum 10 seldum íbúðum til fjárfesta sem líta á húsnæði sem tækifæri til að auðgast.. Þegar venjulegar fjölskyldur eru að keppast við ríkasta fólk þjóðarinnar er vægast sagt ójafnt gefið. Þetta er algjör viðsnúningur frá ástandinu fyrir 20 árum, þegar 90% seldra íbúða fóru til almennings. Auka þarf félagslegt húsnæði, gera óhagnaðardrifnum leigufélögum kleift að starfa. Við þurfum líka að líta á það sem vel var gert í fortíðinni, líkt og Verkamannabústaðakerfið. Þannig má gera stórar breytingar til batnaðar á húsnæðismarkaði. Það þarf að vera eitthvað eftir til að lifa áhyggjulausu lífi eftir að við höfum annað hvort greitt leiguna eða af húsnæðisláninu. Sósíalistaflokkur Íslands er með ítarlegar stefnur um það hvernig bæta má lífskjör á Íslandi. Hækka þarf skattleysismörk þannig að lægstu laun eða bætur séu aldrei skattskyld og sömuleiðis þurfa laun og bætur að fylgja raunhæfu neysluviðmiði. Í stefnum flokksins segir meðal annars að öll menntun barna og ungmenna skuli vera gjaldfrjáls, einnig framhalds- og háskólamenntun og að velferðarþjónusta skuli ekki rekin í hagnaðarskyni. Á Íslandi á að ríkja velferðarsamfélag, þar sem við vinnum markvisst að réttlátri skiptingu gæða og útrýmingu á fátækt. Sósíalistaflokkurinn berst fyrir jöfnum tækifærum allra óháð, efnahag, uppruna, kyni, trú, aldri eða kynvitund. Við eigum að útrýma þessu ölmusuhagkerfi, það á ekki að þurfa hjálparstofnanir sem slíkar í almennilegu velferðarsamfélagi. Sósíalistaflokkurinn er flokkur almennings, markmiðið er samfélag frelsis, jöfnuðar og samkenndar. Kjóstu með hjartanu! Fyrir fólkið, ekki auðmagnið. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar