Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun