„Passar fullkomlega við svona félag“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 14:01 Ruben Amorim fær að kynnast mun meiri pressu sem stjóri Manchester United þó að pressan sé einnig ávallt mikil á stjóra Sporting Lissabon. Getty/Joao Rico Portúgalski fótboltamaðurinn Diogo Dalot er sannfærður um að landi hans, Ruben Amorim, eigi eftir að spjara sig vel sem knattspyrnustjóri Manchester United. Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“ Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira