Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 18:05 Kristrún kynnti framkvæmdaplan á Egilsstöðum í dag. samfylkingin „Við verðum að taka á þessu braski sem er á húsnæðismarkaði,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sem kynnti svokallað útspil flokksins í húsnæðis- og kjaramálum á Egilsstöðum síðdegis í dag. Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu. Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu.
Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira