Víðir og Reynir í eina sæng Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2024 08:09 Fótboltavöllurinn í Sandgerði verðir skilgreindur sem aðalvöllur hins nýja félags. Reynir Sandgerði Bæjarráð Suðurnesjabæjar, Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði og Knattspyrnufélagið Víðir í Garði hafa samþykkt viljayfirlýsingu um stofnun nýs íþróttafélags í sveitarfélaginu. Stefnt er að stofnun hins nýja félags haustið 2026 og að nýr aðalvöllur félagsins verði í Sandgerði en að upphitaður gervigrasvöllur verði lagður á núverandi malarvelli í Garði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Suðurnesjabæjar sem kom saman til fundar í gær. Þar er Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita viljayfirlýsinguna. „Bæjarráð lýsir ánægju með frumkvæði og framgöngu íþróttafélaganna með viljayfirlýsingunni. Stofnun og starfsemi eins íþróttafélags í Suðurnesjabæ er mikilvægt framlag við að sameina íbúa sveitarfélagsins í einu samfélagi og til að efla íþróttastarf til framtíðar,“ segir í fundargerðinni. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Aðalvöllur í Sandgerði og gervigras í Garði Einnig var rætt um uppbyggingu fótbolta mannvirkja í sveitarfélaginu í tengslum við stofnun hins nýja félags. Kemur fram að fótboltavöllurinn í Sandgerði, núverandi Bronsvöllur, verði skilgreindur sem aðalvöllur hjá nýju félagi í Suðurnesjabæ þannig að hann standist kröfur sem keppnisvöllur í efstu stigum íslenskrar knattspyrnu. „Gerð verði tímasett áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir vegna þessa þannig að völlurinn geti þjónað hlutverki sínu sem heimavöllur nýs íþróttafélags keppnistímabilið 2026. Nýr upphitaður gervigrasvöllur með flóðlýsingu verði staðsettur á gamla malarvelllinum í Garði og verði skilgreindur sem vetraraðstaða til æfinga og keppni í knattspyrnu. Lögð er áhersla á að framkvæmdir við gervigrasvöll vinnist eins hratt og hægt er, þannig að hann verði tilbúinn til notkunar fyrir veturinn 2025/2026. Knattspyrnuvöllur í Garði (núverandi Nesfiskvöllur) verði áfram notaður til æfinga og keppni þegar þarf, en þar verði ekki farið í framkvæmdir til að viðhalda eða byggja upp áhorfendamannvirki. Hætt verði að nota æfingasvæði á túni norðvestan við völlinn,“ segir í fundargerðinni. Fótboltavöllurinn í Sandgerði verðir skilgreindur sem aðalvöllur hins nýja félags.Reynir Sandgerði Samgöngur verði tryggðar fyrir krakkana Klefar og aðstaða í húsum félaganna, það er Reynisheimilinu og Víðisheimilinu, munu áfram vera notaðar fyrir fótboltavellina. „Tryggja þarf góðar og reglulegar samgöngur á milli byggðakjarnanna til að börn og ungmenni eigi greiðan aðgang að æfingum og leikjum sem eru ekki í göngufæri við heimili þeirra. Unnið verði að áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suðurnesjabæ í samvinnu sveitarfélags og hins nýja íþróttafélags á komandi árum. Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir í afgreiðslu sinni fyrirvara um framkvæmdatíma á uppbyggingu gervigrasvallar en engar aðrar athugasemdir við hugmyndir félaganna,“ segir í fundargerðinni. Spiluðu í efstu deild Knattspyrnufélagið Víðir í Garði var stofnað árið 1936. Besti árangur Víðis í deildakeppni í karlaflokki er 7. sæti í efstu deild karla árið 1986, en félagið lék í efstu deild frá 1985 til 1987 og aftur 1991. Þá lék liðið úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ árið 1987 en beið þá lægri hlut gegn Fram. Meistaraflokkur karla hafnaði í öðru sæti í 3. deild á nýafstöðu tímabili. Knattspyrnufélagið Reynir Sandgerði var stofnað árið 1935. Meistaraflokkur karla hjá Reyni Sandgerði hafnaði í neðsta sæti 2. deildar á nýafstöðnu tímabili og mun því spila í 3. deild á næsta ári. Suðurnesjabær Íþróttir barna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Suðurnesjabæjar sem kom saman til fundar í gær. Þar er Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita viljayfirlýsinguna. „Bæjarráð lýsir ánægju með frumkvæði og framgöngu íþróttafélaganna með viljayfirlýsingunni. Stofnun og starfsemi eins íþróttafélags í Suðurnesjabæ er mikilvægt framlag við að sameina íbúa sveitarfélagsins í einu samfélagi og til að efla íþróttastarf til framtíðar,“ segir í fundargerðinni. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Aðalvöllur í Sandgerði og gervigras í Garði Einnig var rætt um uppbyggingu fótbolta mannvirkja í sveitarfélaginu í tengslum við stofnun hins nýja félags. Kemur fram að fótboltavöllurinn í Sandgerði, núverandi Bronsvöllur, verði skilgreindur sem aðalvöllur hjá nýju félagi í Suðurnesjabæ þannig að hann standist kröfur sem keppnisvöllur í efstu stigum íslenskrar knattspyrnu. „Gerð verði tímasett áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir vegna þessa þannig að völlurinn geti þjónað hlutverki sínu sem heimavöllur nýs íþróttafélags keppnistímabilið 2026. Nýr upphitaður gervigrasvöllur með flóðlýsingu verði staðsettur á gamla malarvelllinum í Garði og verði skilgreindur sem vetraraðstaða til æfinga og keppni í knattspyrnu. Lögð er áhersla á að framkvæmdir við gervigrasvöll vinnist eins hratt og hægt er, þannig að hann verði tilbúinn til notkunar fyrir veturinn 2025/2026. Knattspyrnuvöllur í Garði (núverandi Nesfiskvöllur) verði áfram notaður til æfinga og keppni þegar þarf, en þar verði ekki farið í framkvæmdir til að viðhalda eða byggja upp áhorfendamannvirki. Hætt verði að nota æfingasvæði á túni norðvestan við völlinn,“ segir í fundargerðinni. Fótboltavöllurinn í Sandgerði verðir skilgreindur sem aðalvöllur hins nýja félags.Reynir Sandgerði Samgöngur verði tryggðar fyrir krakkana Klefar og aðstaða í húsum félaganna, það er Reynisheimilinu og Víðisheimilinu, munu áfram vera notaðar fyrir fótboltavellina. „Tryggja þarf góðar og reglulegar samgöngur á milli byggðakjarnanna til að börn og ungmenni eigi greiðan aðgang að æfingum og leikjum sem eru ekki í göngufæri við heimili þeirra. Unnið verði að áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suðurnesjabæ í samvinnu sveitarfélags og hins nýja íþróttafélags á komandi árum. Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir í afgreiðslu sinni fyrirvara um framkvæmdatíma á uppbyggingu gervigrasvallar en engar aðrar athugasemdir við hugmyndir félaganna,“ segir í fundargerðinni. Spiluðu í efstu deild Knattspyrnufélagið Víðir í Garði var stofnað árið 1936. Besti árangur Víðis í deildakeppni í karlaflokki er 7. sæti í efstu deild karla árið 1986, en félagið lék í efstu deild frá 1985 til 1987 og aftur 1991. Þá lék liðið úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ árið 1987 en beið þá lægri hlut gegn Fram. Meistaraflokkur karla hafnaði í öðru sæti í 3. deild á nýafstöðu tímabili. Knattspyrnufélagið Reynir Sandgerði var stofnað árið 1935. Meistaraflokkur karla hjá Reyni Sandgerði hafnaði í neðsta sæti 2. deildar á nýafstöðnu tímabili og mun því spila í 3. deild á næsta ári.
Suðurnesjabær Íþróttir barna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira