Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 18:15 Þingflokkur Miðflokksins telur nú þrjá en Jakob Frímann var rétt í þessu að ganga til liðs við þá Sigmund Davíð og Bergþór. Jakob Frímann vill ekkert tjá sig um viðskipti sín og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Ekki nema bara óska henni og hennar fólki alls hins besta. vísir/vilhelm Miðflokknum hefur borist góður liðsauki því nú rétt í þessu var gengið frá því að Jakob Frímann Magnússon, sem áður var í Flokki fólksins, hefur gengið til liðs hann. Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent