Þessi eru í forystusætunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2024 18:58 Það er óðum að skýrast hverjir verða oddvitar fyrir sinn flokk í kjördæmum landsins. Formenn flokka, ráðherrar og þingmenn eru áberandi í þeim sætum en líka glænýtt fólk. Vísir/Berghildur Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru óðum að skýrast og oddvitar þeirra víðast hvar komnir fram. Í fjölmennustu kjördæmunum má víða sjá mikla þingreynslu hjá þeim sem leiða fyrir sinn flokk en út á landi er meira um glænýtt fólk í því hlutverki. Alls hafa tólf stjórnmálaflokkar lýst yfir framboði fyrir komandi alþingiskosningar þann 30. nóvember. Frestur til að skila inn framboðum og meðmælum í öllum kjördæmum er til kl.12 fimmtudaginn 31. október. Mynd er að komast á framboðslista hjá tíu af tólf flokkum og eru oddvitar flokkanna komnir fram í langflestum kjördæmum. Græningjar og Ábyrg framtíð hafa hins vegar ekki kynnt sína lista. Kraginn er fjölmennasta kjördæmið og þar er barist um 13 þingsæti. Þar tefla flokkarnir fram fólki með mikla stjórnmálareynslu en svo má líka sjá áberandi fólk úr öðrum greinum. Oddvitar flokkanna í Suðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Reynsluboltar í Kraganum Í oddvitasætunum í Suðvesturkjördæmi/Kraganum eru til dæmis bæði formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar og svo varaformaður VG. Framsókn teflir fram heilbrigðisráðherra og Píratar formanni þingflokksins. Formaður þingflokks Miðflokksins er einnig oddviti þar. Þá leiðir stofnandi Lýðræðisflokksins sinn lista í kjördæminu. Landlæknir fer fyrir Samfylkingu, Þingmaður fyrir Flokki fólksins og prestur leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í kjördæminu. Ráðherrar og formenn í Reykjavík norður og suður Í Reykjavík norður eru ellefu þingsæti. Þar eru margir reyndir þingmenn í forystusætum en líka glænýtt fólk. Ráðherrar fara fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, þingmaður fyrir Viðreisn og formaður Samfylkingar leiðir sinn flokk í kjördæminu. Formaður VR leiðir Flokks fólksins, lögfræðingur Pírata og loftslagsaktívisti er oddviti fyrir VG í Reykjavík norður. Oddvitar flokkanna í Reykjavík suður.Vísir/Hjalti Í Reykjavík Suður eru ellefu þingsæti í boði og margir reynsluboltar þar sömuleiðis. Má þar nefna formenn Flokks fólksins og Vinstri grænna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur tefla fram ráðherrum. Þingmenn fara svo fyrir Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu og borgarfulltrúi fer fyrir Sósíalistaflokknum. Oddvitar flokkanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir/Hjalti Mörg ný nöfn á listum út á landi Í Suðurkjördæmi eru tíu þingsæti. Þar má sjá mörg ný nöfn eins og orkumálastjóra fyrir Framsókn, sviðsstjóra almannavarna sem er oddviti Samfylkingar, kvikmyndagerðamaður leiðir Pírata og leikskólastjóri VG. Bóndi leiðir lista Lýðræðisflokks og lögreglustjóri Miðflokkinn. Þingmenn leiða lista Viðreisnar og Flokk fólksins og ráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. Oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi.Vísir/Hjalti Í Norðausturkjördæmi sem fær tíu þingsæti má líka sjá mörg ný nöfn. Þannig fer kennari fyrir Viðreisn, aðstoðarforstjóri fyrir Sjálfstæðisflokk, forstöðumaður leiðir Pírata og sóknarprestur VG. Þingmenn leiða fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk. Loks er formaður Miðflokksins oddviti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Oddvitar flokkanna í Norðausturkjördæmi.Vísir/Hjalti Norðvesturkjördæmi fær átta þingsæti. Þar leiða þingmenn fyrir Framsókn og Flokk fólksins, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar fyrir flokkinn, lyfsali fyrir Sjálfstæðisflokk, formaður leigjendasamtakanna er oddviti sósíalista, formaður samtakanna 22 leiðir fyrir Lýðræðisflokk, sendiherra fer fyrir Miðflokki, kynjafræðingur leiðir Pírata, bæjarstjóri fer fyrir Samfylkingu og kennari er í oddvitasæti fyrir Vinstri græn. Oddvita flokkanna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Alls hafa tólf stjórnmálaflokkar lýst yfir framboði fyrir komandi alþingiskosningar þann 30. nóvember. Frestur til að skila inn framboðum og meðmælum í öllum kjördæmum er til kl.12 fimmtudaginn 31. október. Mynd er að komast á framboðslista hjá tíu af tólf flokkum og eru oddvitar flokkanna komnir fram í langflestum kjördæmum. Græningjar og Ábyrg framtíð hafa hins vegar ekki kynnt sína lista. Kraginn er fjölmennasta kjördæmið og þar er barist um 13 þingsæti. Þar tefla flokkarnir fram fólki með mikla stjórnmálareynslu en svo má líka sjá áberandi fólk úr öðrum greinum. Oddvitar flokkanna í Suðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Reynsluboltar í Kraganum Í oddvitasætunum í Suðvesturkjördæmi/Kraganum eru til dæmis bæði formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar og svo varaformaður VG. Framsókn teflir fram heilbrigðisráðherra og Píratar formanni þingflokksins. Formaður þingflokks Miðflokksins er einnig oddviti þar. Þá leiðir stofnandi Lýðræðisflokksins sinn lista í kjördæminu. Landlæknir fer fyrir Samfylkingu, Þingmaður fyrir Flokki fólksins og prestur leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í kjördæminu. Ráðherrar og formenn í Reykjavík norður og suður Í Reykjavík norður eru ellefu þingsæti. Þar eru margir reyndir þingmenn í forystusætum en líka glænýtt fólk. Ráðherrar fara fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, þingmaður fyrir Viðreisn og formaður Samfylkingar leiðir sinn flokk í kjördæminu. Formaður VR leiðir Flokks fólksins, lögfræðingur Pírata og loftslagsaktívisti er oddviti fyrir VG í Reykjavík norður. Oddvitar flokkanna í Reykjavík suður.Vísir/Hjalti Í Reykjavík Suður eru ellefu þingsæti í boði og margir reynsluboltar þar sömuleiðis. Má þar nefna formenn Flokks fólksins og Vinstri grænna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur tefla fram ráðherrum. Þingmenn fara svo fyrir Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu og borgarfulltrúi fer fyrir Sósíalistaflokknum. Oddvitar flokkanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir/Hjalti Mörg ný nöfn á listum út á landi Í Suðurkjördæmi eru tíu þingsæti. Þar má sjá mörg ný nöfn eins og orkumálastjóra fyrir Framsókn, sviðsstjóra almannavarna sem er oddviti Samfylkingar, kvikmyndagerðamaður leiðir Pírata og leikskólastjóri VG. Bóndi leiðir lista Lýðræðisflokks og lögreglustjóri Miðflokkinn. Þingmenn leiða lista Viðreisnar og Flokk fólksins og ráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. Oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi.Vísir/Hjalti Í Norðausturkjördæmi sem fær tíu þingsæti má líka sjá mörg ný nöfn. Þannig fer kennari fyrir Viðreisn, aðstoðarforstjóri fyrir Sjálfstæðisflokk, forstöðumaður leiðir Pírata og sóknarprestur VG. Þingmenn leiða fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk. Loks er formaður Miðflokksins oddviti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Oddvitar flokkanna í Norðausturkjördæmi.Vísir/Hjalti Norðvesturkjördæmi fær átta þingsæti. Þar leiða þingmenn fyrir Framsókn og Flokk fólksins, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar fyrir flokkinn, lyfsali fyrir Sjálfstæðisflokk, formaður leigjendasamtakanna er oddviti sósíalista, formaður samtakanna 22 leiðir fyrir Lýðræðisflokk, sendiherra fer fyrir Miðflokki, kynjafræðingur leiðir Pírata, bæjarstjóri fer fyrir Samfylkingu og kennari er í oddvitasæti fyrir Vinstri græn. Oddvita flokkanna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira