„Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2024 23:15 Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, og Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur. Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur.
Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent