300 milljónir á dag Aðalsteinn Leifsson skrifar 28. október 2024 14:32 Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára? Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er mesta útgjaldaaukningin vegna vaxtagjalda ríkissjóðs sem hækka úr 99 milljörðum í 114 milljarða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 milljónir í vaxtagreiðslur á hverjum degi. Það eru vextirnir, þá er höfuðstóllinn eftir. Afborganir lána er fjórði stærsti úgjaldaliður ríkisins. Semsagt, það gæti gengið talsvert betur. Forgangsmál að ríkið geri sitt Við þurfum nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkissjóðs og gera þannig sitt til að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Raunverulegur sparnaður næst ekki með því að skera flatt niður um 2% eða 10% heldur þegar mótuð er skýr sýn á það sem skiptir mestu máli. Það felur í sér að sumt fær aukin framlög en öðru er frestað eða því einfaldlega sleppt. Þetta þekki ég vel m.a. úr störfum mínum sem einn „ópólitískra fagmanna“ sem kom inn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að snúa við rekstri OR eftir óhóflegar lántökur og fjárfestingapartý áranna á undan. Það tókst í samstarfi við frábært starfsfólk. Ég þekki það líka vel að marka skýra stefnu, taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir m.a. eftir stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu eftir fjármálahrunið. Biðlistar barna burt Það er hægt að ná fram jafnvægi og á sama tíma setja enn sterkari fókus á það sem skiptir mestu máli fyrir líðan fólks. Biðlistar barna og unglinga eftir þjónustu sem þau þurfa nauðsynlega á að halda til að líða vel og ganga vel verður að vinna niður. Það má kosta, því það kostar mikið meira að gera ekkert og ef við eigum ekki peninga og orku til að hjálpa börnum okkar, til hvers er þá af stað farið? Viðreisn setur ábyrg fjármál, líðan fólks og frelsi til að taka ákvarðanir um hvernig hvert og eitt vill lifa lífi sínu fremst. Meðal annars þess vegna er ég í framboði fyrir Viðreisn. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára? Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er mesta útgjaldaaukningin vegna vaxtagjalda ríkissjóðs sem hækka úr 99 milljörðum í 114 milljarða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 milljónir í vaxtagreiðslur á hverjum degi. Það eru vextirnir, þá er höfuðstóllinn eftir. Afborganir lána er fjórði stærsti úgjaldaliður ríkisins. Semsagt, það gæti gengið talsvert betur. Forgangsmál að ríkið geri sitt Við þurfum nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkissjóðs og gera þannig sitt til að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Raunverulegur sparnaður næst ekki með því að skera flatt niður um 2% eða 10% heldur þegar mótuð er skýr sýn á það sem skiptir mestu máli. Það felur í sér að sumt fær aukin framlög en öðru er frestað eða því einfaldlega sleppt. Þetta þekki ég vel m.a. úr störfum mínum sem einn „ópólitískra fagmanna“ sem kom inn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að snúa við rekstri OR eftir óhóflegar lántökur og fjárfestingapartý áranna á undan. Það tókst í samstarfi við frábært starfsfólk. Ég þekki það líka vel að marka skýra stefnu, taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir m.a. eftir stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu eftir fjármálahrunið. Biðlistar barna burt Það er hægt að ná fram jafnvægi og á sama tíma setja enn sterkari fókus á það sem skiptir mestu máli fyrir líðan fólks. Biðlistar barna og unglinga eftir þjónustu sem þau þurfa nauðsynlega á að halda til að líða vel og ganga vel verður að vinna niður. Það má kosta, því það kostar mikið meira að gera ekkert og ef við eigum ekki peninga og orku til að hjálpa börnum okkar, til hvers er þá af stað farið? Viðreisn setur ábyrg fjármál, líðan fólks og frelsi til að taka ákvarðanir um hvernig hvert og eitt vill lifa lífi sínu fremst. Meðal annars þess vegna er ég í framboði fyrir Viðreisn. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar