300 milljónir á dag Aðalsteinn Leifsson skrifar 28. október 2024 14:32 Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára? Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er mesta útgjaldaaukningin vegna vaxtagjalda ríkissjóðs sem hækka úr 99 milljörðum í 114 milljarða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 milljónir í vaxtagreiðslur á hverjum degi. Það eru vextirnir, þá er höfuðstóllinn eftir. Afborganir lána er fjórði stærsti úgjaldaliður ríkisins. Semsagt, það gæti gengið talsvert betur. Forgangsmál að ríkið geri sitt Við þurfum nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkissjóðs og gera þannig sitt til að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Raunverulegur sparnaður næst ekki með því að skera flatt niður um 2% eða 10% heldur þegar mótuð er skýr sýn á það sem skiptir mestu máli. Það felur í sér að sumt fær aukin framlög en öðru er frestað eða því einfaldlega sleppt. Þetta þekki ég vel m.a. úr störfum mínum sem einn „ópólitískra fagmanna“ sem kom inn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að snúa við rekstri OR eftir óhóflegar lántökur og fjárfestingapartý áranna á undan. Það tókst í samstarfi við frábært starfsfólk. Ég þekki það líka vel að marka skýra stefnu, taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir m.a. eftir stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu eftir fjármálahrunið. Biðlistar barna burt Það er hægt að ná fram jafnvægi og á sama tíma setja enn sterkari fókus á það sem skiptir mestu máli fyrir líðan fólks. Biðlistar barna og unglinga eftir þjónustu sem þau þurfa nauðsynlega á að halda til að líða vel og ganga vel verður að vinna niður. Það má kosta, því það kostar mikið meira að gera ekkert og ef við eigum ekki peninga og orku til að hjálpa börnum okkar, til hvers er þá af stað farið? Viðreisn setur ábyrg fjármál, líðan fólks og frelsi til að taka ákvarðanir um hvernig hvert og eitt vill lifa lífi sínu fremst. Meðal annars þess vegna er ég í framboði fyrir Viðreisn. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára? Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er mesta útgjaldaaukningin vegna vaxtagjalda ríkissjóðs sem hækka úr 99 milljörðum í 114 milljarða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 milljónir í vaxtagreiðslur á hverjum degi. Það eru vextirnir, þá er höfuðstóllinn eftir. Afborganir lána er fjórði stærsti úgjaldaliður ríkisins. Semsagt, það gæti gengið talsvert betur. Forgangsmál að ríkið geri sitt Við þurfum nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkissjóðs og gera þannig sitt til að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Raunverulegur sparnaður næst ekki með því að skera flatt niður um 2% eða 10% heldur þegar mótuð er skýr sýn á það sem skiptir mestu máli. Það felur í sér að sumt fær aukin framlög en öðru er frestað eða því einfaldlega sleppt. Þetta þekki ég vel m.a. úr störfum mínum sem einn „ópólitískra fagmanna“ sem kom inn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að snúa við rekstri OR eftir óhóflegar lántökur og fjárfestingapartý áranna á undan. Það tókst í samstarfi við frábært starfsfólk. Ég þekki það líka vel að marka skýra stefnu, taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir m.a. eftir stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu eftir fjármálahrunið. Biðlistar barna burt Það er hægt að ná fram jafnvægi og á sama tíma setja enn sterkari fókus á það sem skiptir mestu máli fyrir líðan fólks. Biðlistar barna og unglinga eftir þjónustu sem þau þurfa nauðsynlega á að halda til að líða vel og ganga vel verður að vinna niður. Það má kosta, því það kostar mikið meira að gera ekkert og ef við eigum ekki peninga og orku til að hjálpa börnum okkar, til hvers er þá af stað farið? Viðreisn setur ábyrg fjármál, líðan fólks og frelsi til að taka ákvarðanir um hvernig hvert og eitt vill lifa lífi sínu fremst. Meðal annars þess vegna er ég í framboði fyrir Viðreisn. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar