Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2024 21:11 Áslaug Fjóla Magnúsdóttir ásamt dóttur sinni á gjörgæslu árið 2019. aðsend „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ Þetta segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir hinnar átta ára Anítu Katrínar sem smitaðist af E. coli-bakteríu á Efstadal II í Bláskógabyggð sumar árið 2019, í samtali við Vísi. Áslaug segir Anítu ekki enn hafa náð sér almennilega eftir að hafa veikst af bakteríunni og þykir það miður að bakterían skjóti aftur upp kollinum núna en eins og greint hefur verið frá eru um 40 börn undir virku eftirliti vegna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði en tvö þeirra liggja inni á gjörgæslu. Áslaug finnur fyrir einkennum áfallastreitu vegna frétta um E.coli og finnur gífurlega til með þeim foreldrum sem ganga nú í gegnum sömu raunir og hún gekk í gegnum á sínum tíma. Hún hefur því ákveðið ásamt Ingibjörgu Sigursteinsdóttur, móður tveggja drengja sem smituðust 2019, að stofna stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E.coli og hvetur foreldra barna sem hafa smitast til að ganga í hópinn svo þau beri ekki byrðina ein. Upplifa einkenni áfallastreitu „Þegar við vorum í þessum fellibyl 2019 var í raun enginn sem við gátum leitað til sem hafði gengið í gegnum það sem við vorum að ganga í gegnum þarna og höfum við aflað okkur þó nokkra þekkingu erlendis frá þar sem við erum búin að vera í fimm ár að eiga við alls konar eftirköst og líka séð á bandarískri stuðningssíðu börn í alls konar ástandi eftir E.coli bakteríuna og einnig hafa börn látist. Nú við þennan faraldur sem er í gangi út frá leikskólanum Mánagarði þá má segja að við tvær mæður þeirra barna sem veiktust mest 2019 upplifum triggeringu ef svo má segja, við finnum svo svakalega mikið til með börnunum og aðstandendum þeirra,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Hún hafi strax hringt í leikskólastjóra Mánagarðs eftir að greint var frá E.coli smitunum í fjölmiðlum og boðið fram aðstoð sína. Vill koma af stað vitunarvakningu varðandi bakteríuna Áslaug vill einnig koma af stað ákveðinni vitundarvakningu varðandi E.coli og segir mikilvægt að fólk viti um hver alvarlegan sjúkdóm sé að ræða sérstaklega fyrir börn og einnig aldraða. „Ég reyndi árið 2019 að vekja athygli á þessu. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að bakterían getur leynst víða og meðal annars í nautahakki. Því þetta er svo hættulegt ungum börnum. Við fullorðna fólkið fáum í magan en þetta er mun alvarlegra fyrir börn. Til dæmis á ekki að gefa börnum hamborgara nema þeir séu fullsteiktir. Það er svo oft sem fólk hefur þetta bara medium rare og er kannski ekkert að spá í þessu en þetta er rúlleta. Bakterían drepst við steikingu. Íslenskir nautgripir geta einnig verið með bakteríuna. Fólk þarf að passa hreinlæti líka. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að þetta geta verið snertismit líka.“ Missti allan mátt og hefur ekki náð sér Dóttir Áslaugar smitaðist af E.coli árið 2019 og lá þungt haldin með nýrnabilun á Landspítalanum í nokkrar vikur. Hún hefur ekki enn náð fullum bata og segir Áslaug að hún sé búin að vera undir eftirliti lækna síðan. „Hún fær þarna bakteríuna í miðtaugakerfið. Nýrun er komin aftur, sem betur fer, Hún er búin að þurfa að fara í aðgerð á fótum, hún þurfti að fara í sinalengingu, því vaxtarkúrfan hennar hrundi eftir þessi miklu veikindi. Hún missti allan mátt. Þurfti að læra að labba upp á nýtt og var alltaf að detta. Hún hefur alltaf verið magaverki síðan og meltingin ekki í lagi. Hún hefur verið í sjúkraþjálfun frá því að þetta gerist.“ Nýru Anítu höfðu hætt að starfa og hún því drifin á gjörgæslu. Það var þá sem þau fengu loks staðfestingu á því að veikindi hennar mætti rekja til eitrunar af völdum E. coli sýkingar. Umrædd sýking, sem kallast HUS, er alvarlegur fylgikvilli sem þó hrellir ekki alla þá sem smitast vegna E. coli. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir og dóttir hennar.Aðsend E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál E.coli á Efstadal II Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Þetta segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir hinnar átta ára Anítu Katrínar sem smitaðist af E. coli-bakteríu á Efstadal II í Bláskógabyggð sumar árið 2019, í samtali við Vísi. Áslaug segir Anítu ekki enn hafa náð sér almennilega eftir að hafa veikst af bakteríunni og þykir það miður að bakterían skjóti aftur upp kollinum núna en eins og greint hefur verið frá eru um 40 börn undir virku eftirliti vegna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði en tvö þeirra liggja inni á gjörgæslu. Áslaug finnur fyrir einkennum áfallastreitu vegna frétta um E.coli og finnur gífurlega til með þeim foreldrum sem ganga nú í gegnum sömu raunir og hún gekk í gegnum á sínum tíma. Hún hefur því ákveðið ásamt Ingibjörgu Sigursteinsdóttur, móður tveggja drengja sem smituðust 2019, að stofna stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem smitast af E.coli og hvetur foreldra barna sem hafa smitast til að ganga í hópinn svo þau beri ekki byrðina ein. Upplifa einkenni áfallastreitu „Þegar við vorum í þessum fellibyl 2019 var í raun enginn sem við gátum leitað til sem hafði gengið í gegnum það sem við vorum að ganga í gegnum þarna og höfum við aflað okkur þó nokkra þekkingu erlendis frá þar sem við erum búin að vera í fimm ár að eiga við alls konar eftirköst og líka séð á bandarískri stuðningssíðu börn í alls konar ástandi eftir E.coli bakteríuna og einnig hafa börn látist. Nú við þennan faraldur sem er í gangi út frá leikskólanum Mánagarði þá má segja að við tvær mæður þeirra barna sem veiktust mest 2019 upplifum triggeringu ef svo má segja, við finnum svo svakalega mikið til með börnunum og aðstandendum þeirra,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Hún hafi strax hringt í leikskólastjóra Mánagarðs eftir að greint var frá E.coli smitunum í fjölmiðlum og boðið fram aðstoð sína. Vill koma af stað vitunarvakningu varðandi bakteríuna Áslaug vill einnig koma af stað ákveðinni vitundarvakningu varðandi E.coli og segir mikilvægt að fólk viti um hver alvarlegan sjúkdóm sé að ræða sérstaklega fyrir börn og einnig aldraða. „Ég reyndi árið 2019 að vekja athygli á þessu. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að bakterían getur leynst víða og meðal annars í nautahakki. Því þetta er svo hættulegt ungum börnum. Við fullorðna fólkið fáum í magan en þetta er mun alvarlegra fyrir börn. Til dæmis á ekki að gefa börnum hamborgara nema þeir séu fullsteiktir. Það er svo oft sem fólk hefur þetta bara medium rare og er kannski ekkert að spá í þessu en þetta er rúlleta. Bakterían drepst við steikingu. Íslenskir nautgripir geta einnig verið með bakteríuna. Fólk þarf að passa hreinlæti líka. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að þetta geta verið snertismit líka.“ Missti allan mátt og hefur ekki náð sér Dóttir Áslaugar smitaðist af E.coli árið 2019 og lá þungt haldin með nýrnabilun á Landspítalanum í nokkrar vikur. Hún hefur ekki enn náð fullum bata og segir Áslaug að hún sé búin að vera undir eftirliti lækna síðan. „Hún fær þarna bakteríuna í miðtaugakerfið. Nýrun er komin aftur, sem betur fer, Hún er búin að þurfa að fara í aðgerð á fótum, hún þurfti að fara í sinalengingu, því vaxtarkúrfan hennar hrundi eftir þessi miklu veikindi. Hún missti allan mátt. Þurfti að læra að labba upp á nýtt og var alltaf að detta. Hún hefur alltaf verið magaverki síðan og meltingin ekki í lagi. Hún hefur verið í sjúkraþjálfun frá því að þetta gerist.“ Nýru Anítu höfðu hætt að starfa og hún því drifin á gjörgæslu. Það var þá sem þau fengu loks staðfestingu á því að veikindi hennar mætti rekja til eitrunar af völdum E. coli sýkingar. Umrædd sýking, sem kallast HUS, er alvarlegur fylgikvilli sem þó hrellir ekki alla þá sem smitast vegna E. coli. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir og dóttir hennar.Aðsend
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál E.coli á Efstadal II Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira