Hvað gerist svo? Árný Björg Blandon skrifar 26. október 2024 12:31 Nú get ég ekki orða bundist frekar en svo oft áður. Undir tímabundinni „starfsstjórn“ Bjarna Ben þar sem brýnt er að klára mikilvæg mál fyrir kosningar, á að skjóta inn beiðni fyrir hvalveiðum! Er það tilviljun eða með ráðum gert að umsókn um leyfi til hvalveiða sé komin upp á borð starfsstjórnarinnar? Er það tilviljun eða með ráðum gert að allt í einu er Jón Gunnarsson komin til starfa undir stjórn Bjarna Ben og hefur nú þegið 5. sæti sem kom alls ekki til greina fyrir fáeinum dögum? Hann vildi bara 2. sæti eða ekkert. Það er ljóst að spilling og eiginhagsmunagæsla er aldrei langt undan hjá þessum stjórnmálaflokki. Jón Gunnarsson, sem mögulega, kannski var á leiðinni í annan flokk er nú allt í einu komin á fullt í að vasast sem aðstoðarmaður í matvælaráðuneyti Bjarna Ben. Hann óskaði eftir umsóknum um hvalveiðar og nú liggur ein á borðinu. Það var undur fljótt að gerast. Ég spyr, þarf allt í einu að afgreiða hvalveiðimál áður en ný ríkisstjórn er komin til starfa? Jón Gunnars lætur Bjarna Ben kaupa sig aftur til baka í flokkinn. Kristján hvalveiðikóngur sér stórkostlegt tækifæri á borðinu. Hvað gerist svo? Sjáum við ekki í gegnum þetta? Er þetta það sem við viljum kjósa yfir okkur? Höfum við ekki fengið nóg? Ég vona að þetta útspil verði þeim ekki til framfara í næstu kosningum. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Hvalveiðar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Nú get ég ekki orða bundist frekar en svo oft áður. Undir tímabundinni „starfsstjórn“ Bjarna Ben þar sem brýnt er að klára mikilvæg mál fyrir kosningar, á að skjóta inn beiðni fyrir hvalveiðum! Er það tilviljun eða með ráðum gert að umsókn um leyfi til hvalveiða sé komin upp á borð starfsstjórnarinnar? Er það tilviljun eða með ráðum gert að allt í einu er Jón Gunnarsson komin til starfa undir stjórn Bjarna Ben og hefur nú þegið 5. sæti sem kom alls ekki til greina fyrir fáeinum dögum? Hann vildi bara 2. sæti eða ekkert. Það er ljóst að spilling og eiginhagsmunagæsla er aldrei langt undan hjá þessum stjórnmálaflokki. Jón Gunnarsson, sem mögulega, kannski var á leiðinni í annan flokk er nú allt í einu komin á fullt í að vasast sem aðstoðarmaður í matvælaráðuneyti Bjarna Ben. Hann óskaði eftir umsóknum um hvalveiðar og nú liggur ein á borðinu. Það var undur fljótt að gerast. Ég spyr, þarf allt í einu að afgreiða hvalveiðimál áður en ný ríkisstjórn er komin til starfa? Jón Gunnars lætur Bjarna Ben kaupa sig aftur til baka í flokkinn. Kristján hvalveiðikóngur sér stórkostlegt tækifæri á borðinu. Hvað gerist svo? Sjáum við ekki í gegnum þetta? Er þetta það sem við viljum kjósa yfir okkur? Höfum við ekki fengið nóg? Ég vona að þetta útspil verði þeim ekki til framfara í næstu kosningum. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar