Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 23:27 Bræðurnir við réttarhöld sín. Vísir/Getty Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Haft er eftir Gascón á bandaríska miðlinum ABC að hann ætli að leggja það til að bræðurnir þurfi ekki lengur að afplána án þess að eiga möguleika reynslulausn. Vegna aldurs síns í dag og þegar þeir voru dæmdir fyrst myndu þeir eiga rétt á reynslulausn í dag. „Ég trúi því að þeir hafi borgað sína sekt,“ sagði hann og benti á að þeir hafi verið í fangelsi í 35 ár. Fjölskyldumeðlimir drengjanna hafa biðlar til yfirvalda að hleypa þeim úr fangelsi á reynslulausn.Vísir/EPA Bræðurnir skutu báða foreldra sína til bana þann 20. ágúst 1989. Fjallað er um morðin og aðdraganda þeirra í þáttum sem frumsýndir voru á þessu ári á Netflix. Það eru leiknu þættirnir Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story og heimildarþættirnir The Menendez Brothers á Netflix líka. Þegar málið kom upp töldu saksóknarar að bræðurnir hefðu myrt foreldra sína fyrir peningar en verjendur þeirra sögðu þá hafa brotnað undan áralöngu kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður þeirra. Málið fór tvisvar fyrir dóm og endaði í síðari málaferlum með því að bræðurnir voru sakfelldir. Ný sönnunargögn Gascón greindi frá því fyrr í mánuðinum að embætti hans væri að skoða ný sönnunargögn í máli bræðranna. Þar á meðal frásögn frá meðlimi strákabandsins Menudo sem greindi frá ofbeldi af hálfu föður bræðranna og bréf sem Eric skrifaði átta mánuðum fyrir morðið þar sem hann talar um ofbeldi föður síns. Í frétt ABC segir að dómari muni taka lokaákvörðun og að skilorðsnefnd þurfi auk þess að samþykkja lausn þeirra. Ættingjar, lögmenn og stuðningsmenn bræðranna hafa lengi þrýst á að þetta verði gert fyrir þá. Lögmaður bræðranna, Mark Geragos, hefur áður lýst því að þeir hafi verið fyrirmyndarfangar og að þeir hafi unnið streitulaust að því að betra sig innan fangelsisins. Þeir hafi unnið að áföllum sínum í hópi með öðrum föngum. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Haft er eftir Gascón á bandaríska miðlinum ABC að hann ætli að leggja það til að bræðurnir þurfi ekki lengur að afplána án þess að eiga möguleika reynslulausn. Vegna aldurs síns í dag og þegar þeir voru dæmdir fyrst myndu þeir eiga rétt á reynslulausn í dag. „Ég trúi því að þeir hafi borgað sína sekt,“ sagði hann og benti á að þeir hafi verið í fangelsi í 35 ár. Fjölskyldumeðlimir drengjanna hafa biðlar til yfirvalda að hleypa þeim úr fangelsi á reynslulausn.Vísir/EPA Bræðurnir skutu báða foreldra sína til bana þann 20. ágúst 1989. Fjallað er um morðin og aðdraganda þeirra í þáttum sem frumsýndir voru á þessu ári á Netflix. Það eru leiknu þættirnir Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story og heimildarþættirnir The Menendez Brothers á Netflix líka. Þegar málið kom upp töldu saksóknarar að bræðurnir hefðu myrt foreldra sína fyrir peningar en verjendur þeirra sögðu þá hafa brotnað undan áralöngu kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður þeirra. Málið fór tvisvar fyrir dóm og endaði í síðari málaferlum með því að bræðurnir voru sakfelldir. Ný sönnunargögn Gascón greindi frá því fyrr í mánuðinum að embætti hans væri að skoða ný sönnunargögn í máli bræðranna. Þar á meðal frásögn frá meðlimi strákabandsins Menudo sem greindi frá ofbeldi af hálfu föður bræðranna og bréf sem Eric skrifaði átta mánuðum fyrir morðið þar sem hann talar um ofbeldi föður síns. Í frétt ABC segir að dómari muni taka lokaákvörðun og að skilorðsnefnd þurfi auk þess að samþykkja lausn þeirra. Ættingjar, lögmenn og stuðningsmenn bræðranna hafa lengi þrýst á að þetta verði gert fyrir þá. Lögmaður bræðranna, Mark Geragos, hefur áður lýst því að þeir hafi verið fyrirmyndarfangar og að þeir hafi unnið streitulaust að því að betra sig innan fangelsisins. Þeir hafi unnið að áföllum sínum í hópi með öðrum föngum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira