Mæta besta liði í heimi: „Verður spennandi að takast á við það“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 15:45 Sveindís Jane Jónsdóttir ein af skærustu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í æfingaleik í Austin, Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld. Um fyrri leik liðanna í tveggja leikja æfingaleikja hrinu er að ræða og andstæðingur Íslands gæti vart orðið sterkari. „Þetta leggst vel í mig. Þetta er hörku andstæðingur. Frábært lið, sennilega besta lið í heimi. Við fáum erfiða leiki í þessu verkefni og það verður spennandi að takast á við það. Verður mjög krefjandi fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands um komandi leiki gegn Bandaríkjunum í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ og má sjá hér fyrir neðan: 🎙️ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson, þjálfara A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/WZrryrre33— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Þorsteinn hefur lengi vel kallað eftir því að íslenska landsliðið spili æfingarleiki gegn sterkari andstæðingum og andstæðingurinn í þessu verkefni gerist vart mikið sterkari. En hvað gefa þessir leikir liðinu? „Þeir hjálpa okkur við að bæta okkur sem lið og að takast á við krefjandi aðstæður. Það að allir leikir séu krefjandi fyrir okkur hjálpar okkur bara í því að verða betri. Það að við séum í þannig aðstæðum að við þurfum alltaf að takast á við hluti sem eru erfiðir. Það að andstæðingurinn sé svona góður krefst þess af okkur að við þurfum að spila okkar besta bolta, spila góða leiki til að ná í góð úrslit. Spilamennska okkar gegn þessu bandaríska liði þarf að vera góð til að við náum í góð úrslit.“ Íslenska landsliðið hefur æft við góðar aðstæður í Bandaríkjunum undanfarna daga.Mynd: KSÍ Framundan eru mikilvægir mánuðir hjá íslenska landsliðinu sem hefur keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í upphafi næsta árs. Svo tekur við stórmót hjá liðinu, Evrópumótið í Sviss sem hefst 2.júlí. Aðspurður hvernig að hann horfi á komandi æfingaleiki gegn Bandaríkjunum upp á framhaldið að gera hjá íslenska landsliðinu hafði Þorsteinn þetta að segja: „Við horfum á þetta þannig að við erum að þróa liðið áfram. Við eigum leiki í Þjóðadeildinni áður en að Evrópumótinu kemur. Þjóðadeildin er okkur mikilvæg. Við höldum áfram að þróa okkur, verða betri, það er raunverulega markmiðið með þessu verkefni. Að gefa leikmönnum tækifæri og verða betri.“ Þorsteinn segir stöðuna á leikmannahópnum vera góða. Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir utan markvörðinn Fanney Ingu sem fékk höfuðhögg á æfingu og mun ekki geta tekið þátt í verkefninu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, á æfingu með íslenska landsliðinu í hitanum í BandaríkjunumMynd: KSÍ Þá gaf Þorsteinn það til kynna í viðtalinu að hann muni hrófla mikið í byrjunarliði Íslands milli leikja gegn Bandaríkjunum. „Þeir leikmenn sem hafa verið að spila minna fyrir okkur upp á síðkastið munu fá fleiri mínútur í þessu verkefni.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Þetta er hörku andstæðingur. Frábært lið, sennilega besta lið í heimi. Við fáum erfiða leiki í þessu verkefni og það verður spennandi að takast á við það. Verður mjög krefjandi fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands um komandi leiki gegn Bandaríkjunum í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ og má sjá hér fyrir neðan: 🎙️ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson, þjálfara A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/WZrryrre33— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Þorsteinn hefur lengi vel kallað eftir því að íslenska landsliðið spili æfingarleiki gegn sterkari andstæðingum og andstæðingurinn í þessu verkefni gerist vart mikið sterkari. En hvað gefa þessir leikir liðinu? „Þeir hjálpa okkur við að bæta okkur sem lið og að takast á við krefjandi aðstæður. Það að allir leikir séu krefjandi fyrir okkur hjálpar okkur bara í því að verða betri. Það að við séum í þannig aðstæðum að við þurfum alltaf að takast á við hluti sem eru erfiðir. Það að andstæðingurinn sé svona góður krefst þess af okkur að við þurfum að spila okkar besta bolta, spila góða leiki til að ná í góð úrslit. Spilamennska okkar gegn þessu bandaríska liði þarf að vera góð til að við náum í góð úrslit.“ Íslenska landsliðið hefur æft við góðar aðstæður í Bandaríkjunum undanfarna daga.Mynd: KSÍ Framundan eru mikilvægir mánuðir hjá íslenska landsliðinu sem hefur keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í upphafi næsta árs. Svo tekur við stórmót hjá liðinu, Evrópumótið í Sviss sem hefst 2.júlí. Aðspurður hvernig að hann horfi á komandi æfingaleiki gegn Bandaríkjunum upp á framhaldið að gera hjá íslenska landsliðinu hafði Þorsteinn þetta að segja: „Við horfum á þetta þannig að við erum að þróa liðið áfram. Við eigum leiki í Þjóðadeildinni áður en að Evrópumótinu kemur. Þjóðadeildin er okkur mikilvæg. Við höldum áfram að þróa okkur, verða betri, það er raunverulega markmiðið með þessu verkefni. Að gefa leikmönnum tækifæri og verða betri.“ Þorsteinn segir stöðuna á leikmannahópnum vera góða. Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir utan markvörðinn Fanney Ingu sem fékk höfuðhögg á æfingu og mun ekki geta tekið þátt í verkefninu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, á æfingu með íslenska landsliðinu í hitanum í BandaríkjunumMynd: KSÍ Þá gaf Þorsteinn það til kynna í viðtalinu að hann muni hrófla mikið í byrjunarliði Íslands milli leikja gegn Bandaríkjunum. „Þeir leikmenn sem hafa verið að spila minna fyrir okkur upp á síðkastið munu fá fleiri mínútur í þessu verkefni.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn