Theodór Elmar hættir og verður aðstoðarþjálfari Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:18 Theodór Elmar handsalar samning sem nýr aðstoðarþjálfari við aðalþjálfarann Óskar Hrafn. Mynd/KR Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir leik KR við HK í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag. Hann tekur sæti í þjálfarateymis Vesturbæjarfélagsins. Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal. KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal.
KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira