Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 19:01 Kikka Sigurðardóttir einn stofnenda Græningja. Flokkurinn leitar af fólki til að bjóða fram á lista í þremur kjördæmum. Vísir/Sigurjón Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. Stofnfundur Græningja var haldinn í gær. Flokkurinn hyggst bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Norðausturkjördæmi og er búist við að listarnir verði kynntir í vikunni. Kikka Sigurðardóttir rithöfundur er einn stofnenda Græningja. Kikka hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og kvikmyndahandrit. Þekktasta verkið hennar er eflaust Ávaxtakarfan. Verður að vera þekkt fólk á listum Kikka segir að nú sé verið að finna rétta fólkið fyrir flokkinn. Þá sé verið að reyna að fá listabókstafinn G. „Eins skrítið og það hljómar þá verður að vera þekkt fólk á listum. Þú sérð það á því hverjir eru að fara á lista hjá öðrum flokkum. Þetta er allt fólk sem hefur verið í sjónvarpi síðustu ár. Við hugsuðum fyrst að við þyrftum fyrst og fremst fólk með brennandi áhuga á umhverfismálum. Svo var einhver sem benti mér á að við þyrftum að finna þekkt andlit,“ segir Kikka sem ætlar sjálf að bjóða sig fram en ekki í oddvitasæti. Flokkurinn leggur megináherslu á umhverfismál Kikka segir að flokkurinn hafi fyrst og fremst verið stofnaður í kringum umhverfismál. „Við leggjum áherslu á íslenska náttúru. Við viljum stofnun Miðhálendisþjóðgarðs með öllum þjóðlendum. Við ætlum að einblína á loftlagsvánna og auðlindirnar okkar sem við gefum hægri vinstri hverjum sem vill hirða þær. Ég reikna með að við verðum risastór með tímanum eins og aðrir græningjaflokkar í Evrópu,“ segir Kikka. Vinstri græn ekki staðið sig nógu vel Aðspurð hvort flokkurinn sé ekki að fara í beina samkeppni við Vinstri græn svarar Kikka: „Nei vonandi förum við þó í samvinnu með þeim. Þau hafa hins vegar ekki staðið sig alveg nógu vel. Náttúra Íslands og loftlagsváin hafa ekki verið þeirra aðalmál inn á þingi. Þau náðu ekki einu sinni að standa við sína eigin loftslagsáætlun þegar þau voru í ríkisstjórn.“ Kikka er vongóð fyrir komandi kosningar. „Ég læt mig dreyma um að koma inn einum eða tveimur þingmönnum,“ segir Kikka. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Stofnfundur Græningja var haldinn í gær. Flokkurinn hyggst bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Norðausturkjördæmi og er búist við að listarnir verði kynntir í vikunni. Kikka Sigurðardóttir rithöfundur er einn stofnenda Græningja. Kikka hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og kvikmyndahandrit. Þekktasta verkið hennar er eflaust Ávaxtakarfan. Verður að vera þekkt fólk á listum Kikka segir að nú sé verið að finna rétta fólkið fyrir flokkinn. Þá sé verið að reyna að fá listabókstafinn G. „Eins skrítið og það hljómar þá verður að vera þekkt fólk á listum. Þú sérð það á því hverjir eru að fara á lista hjá öðrum flokkum. Þetta er allt fólk sem hefur verið í sjónvarpi síðustu ár. Við hugsuðum fyrst að við þyrftum fyrst og fremst fólk með brennandi áhuga á umhverfismálum. Svo var einhver sem benti mér á að við þyrftum að finna þekkt andlit,“ segir Kikka sem ætlar sjálf að bjóða sig fram en ekki í oddvitasæti. Flokkurinn leggur megináherslu á umhverfismál Kikka segir að flokkurinn hafi fyrst og fremst verið stofnaður í kringum umhverfismál. „Við leggjum áherslu á íslenska náttúru. Við viljum stofnun Miðhálendisþjóðgarðs með öllum þjóðlendum. Við ætlum að einblína á loftlagsvánna og auðlindirnar okkar sem við gefum hægri vinstri hverjum sem vill hirða þær. Ég reikna með að við verðum risastór með tímanum eins og aðrir græningjaflokkar í Evrópu,“ segir Kikka. Vinstri græn ekki staðið sig nógu vel Aðspurð hvort flokkurinn sé ekki að fara í beina samkeppni við Vinstri græn svarar Kikka: „Nei vonandi förum við þó í samvinnu með þeim. Þau hafa hins vegar ekki staðið sig alveg nógu vel. Náttúra Íslands og loftlagsváin hafa ekki verið þeirra aðalmál inn á þingi. Þau náðu ekki einu sinni að standa við sína eigin loftslagsáætlun þegar þau voru í ríkisstjórn.“ Kikka er vongóð fyrir komandi kosningar. „Ég læt mig dreyma um að koma inn einum eða tveimur þingmönnum,“ segir Kikka.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira