Sé líklega met að vera hafnað af flokki sínum tvisvar í sama mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 20:57 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, segir að henni hafi ekki boðist oddvitasæti og því segi hún skilið við pólitíkina. Hún segir það líklega met að hafa verið hafnað tvisvar af eigin flokki í sama mánuði. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Jódís birti í kvöld. „Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta. Ég var tilbúin að taka þann slag en eftir að ljóst var að sú yrði ekki niðurstaðan met ég það sem svo að fjölskyldan mín eigi meiri fyrirsjáanleika og festu skilið en pólitíkin getur veitt,“ skrifar hún í færslunni og bætir við: „Guð blessi 9-5 og helgarfrí.“ Þá segir hún að það sé líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli tvisvar sinnum í sama mánuði og vísar þar til þess þegar hún tapaði fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni í varaformannsslag á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. „Eftirspurnin eftir mér virðist talsvert meiri meðal almennings en innan VG,“ skrifar hún. Skortir auðmýkt á Alþingi Hún segist þó aldrei hafa talið sig eiga neitt skilið í pólitík og taki þetta ekki mjög nærri sér. Hún styðji VG, sé trú stefnunni og hafi ekki kvikað frá henni eitt andartak. Þess vegna sé það heiður að taka sæti á listanum og styðja félagana í VG til góðra verka. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og fengið tækifæri til að sjá inn í margs konar veruleika á þessum þremur árum. Það er mjög margt sem mér finnst um íslenska stjórnskipan og hvernig fólk í valdastöðum umgengst t.d. þingræðið. Það sem skortir mest á Alþingi Íslendinga er auðmýkt. Ég hætti örugglega aldrei að vera öfga-feministi, náttúruverndarsinni og grjóthörð vinstri kona. Kannski býð ég fram krafta mína seinna þegar börnin eru stærri og aðstæður auðveldari en nú tekur við nýr kafli fullur af tækifærum. Það er sko hægt að vera róttæk og berjast fyrir réttlátu samfélagi víðar en í „le cirque de l'absurde“ við Austurvöll,“ skrifar hún einnig. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt stóð að Jódís væri sitjandi oddviti en það er ekki rétt, hún er annar þingmaður Vinstri gænna í kjördæminu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er sitjandi oddviti en tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Jódís birti í kvöld. „Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta. Ég var tilbúin að taka þann slag en eftir að ljóst var að sú yrði ekki niðurstaðan met ég það sem svo að fjölskyldan mín eigi meiri fyrirsjáanleika og festu skilið en pólitíkin getur veitt,“ skrifar hún í færslunni og bætir við: „Guð blessi 9-5 og helgarfrí.“ Þá segir hún að það sé líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli tvisvar sinnum í sama mánuði og vísar þar til þess þegar hún tapaði fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni í varaformannsslag á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. „Eftirspurnin eftir mér virðist talsvert meiri meðal almennings en innan VG,“ skrifar hún. Skortir auðmýkt á Alþingi Hún segist þó aldrei hafa talið sig eiga neitt skilið í pólitík og taki þetta ekki mjög nærri sér. Hún styðji VG, sé trú stefnunni og hafi ekki kvikað frá henni eitt andartak. Þess vegna sé það heiður að taka sæti á listanum og styðja félagana í VG til góðra verka. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og fengið tækifæri til að sjá inn í margs konar veruleika á þessum þremur árum. Það er mjög margt sem mér finnst um íslenska stjórnskipan og hvernig fólk í valdastöðum umgengst t.d. þingræðið. Það sem skortir mest á Alþingi Íslendinga er auðmýkt. Ég hætti örugglega aldrei að vera öfga-feministi, náttúruverndarsinni og grjóthörð vinstri kona. Kannski býð ég fram krafta mína seinna þegar börnin eru stærri og aðstæður auðveldari en nú tekur við nýr kafli fullur af tækifærum. Það er sko hægt að vera róttæk og berjast fyrir réttlátu samfélagi víðar en í „le cirque de l'absurde“ við Austurvöll,“ skrifar hún einnig. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt stóð að Jódís væri sitjandi oddviti en það er ekki rétt, hún er annar þingmaður Vinstri gænna í kjördæminu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er sitjandi oddviti en tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23