Gerðu allt klárt fyrir Stuðlahópinn á örfáum klukkustundum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 13:34 Frá Vogi. Vísir/vilhelm Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést. Senda þurfti börn frá Stuðlum á Vog vegna brunans, þar sem starfsfólk undirbjó móttöku þeirra á aðeins fáeinum klukkustundum. Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan tuttugu mínútur í sjö í gærmorgun. Klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Gert hefur verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir er forstjóri SÁÁ. „Okkar aðkoma er sú að við veitum húsaskjól, þannig að nú eru starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu með álmu á Vogi sem hægt er að aðskilja frá annarri starfsemi, þannig að þau flytja inn með sína starfsemi tímabundið,“ segir Ragnheiður. Ekki þurfti að senda neinn heim af Vogi til að taka á móti Stuðlahópnum; hann fékk ungmennagang Vogs og ungmennin voru færð annað. Báðir hópar eru aðskildir öðrum á Vogi. Stuðlahópurinn gisti á Vogi í nótt. „Um leið og við fengum fregnir af þessu, þá fórum við strax í það og vorum með aðstöðu klára innan nokkurra klukkutíma,“ segir Ragnheiður. Og það var væntanlega aldrei spurning um að rétta þarna fram hjálparhönd? „Nei, þegar um er að ræða börn í svona stöðu þá bregst maður við um leið og maður getur.“ Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla SÁÁ Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan tuttugu mínútur í sjö í gærmorgun. Klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Gert hefur verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir er forstjóri SÁÁ. „Okkar aðkoma er sú að við veitum húsaskjól, þannig að nú eru starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu með álmu á Vogi sem hægt er að aðskilja frá annarri starfsemi, þannig að þau flytja inn með sína starfsemi tímabundið,“ segir Ragnheiður. Ekki þurfti að senda neinn heim af Vogi til að taka á móti Stuðlahópnum; hann fékk ungmennagang Vogs og ungmennin voru færð annað. Báðir hópar eru aðskildir öðrum á Vogi. Stuðlahópurinn gisti á Vogi í nótt. „Um leið og við fengum fregnir af þessu, þá fórum við strax í það og vorum með aðstöðu klára innan nokkurra klukkutíma,“ segir Ragnheiður. Og það var væntanlega aldrei spurning um að rétta þarna fram hjálparhönd? „Nei, þegar um er að ræða börn í svona stöðu þá bregst maður við um leið og maður getur.“
Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla SÁÁ Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira