„Ævintýri og lygar í boði sumra ykkar“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2024 22:57 Erik ten Hag er áfram knattspyrnustjóri Manchester United, þvert á það sem margir virtust halda fyrir landsleikjahléið. Getty/Ash Donelon Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sakar fjölmiðlamenn um að spinna lygar um framtíð hans í starfi. Allir hjá United séu á sömu blaðsíðu. Mikil pressa virtist á Ten Hag eftir 3-0 tapið gegn Tottenham í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem nú er að ljúka. United er aðeins í 14. sæti og ýmsir töldu að dagar hollenska stjórans væru taldir, ekki síst þegar fulltrúar bandarísku Glazer-fjölskyldunnar funduðu með meðeiganda sínum, Sir Jim Ratcliffe, og öðrum stjórnendum félagsins í London í síðustu viku. Niðurstaðan af þeim fundi var þó ekki sú að reka Ten Hag, sem stýrði United til bikarmeistaratitils í vor og deildabikarmeistaratitils árið áður. United mætir því Brentford á morgun með Ten Hag í brúnni og freistar þess að ná í sigur eftir fimm leiki í röð án sigurs í öllum keppnum. „Líklega trúðu þeir mér ekki“ Ten Hag segir fjölmiðlamenn vísvitandi hafa hunsað ummæli hans eftir markalaust jafntefli við Aston Villa 6. október, þegar hann sagði sig og eigendur United á sömu blaðsíðu. „Einu lætin eru þessi ævintýri og lygar í boði sumra ykkar,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Ég veit að við erum allir á sömu blaðsíðu hjá þessu félagi. Ég sagði þetta fyrir hléið. Ég sagði nokkrum fjölmiðlamönnum þetta. Líklega trúðu þeir mér ekki því ég sá hvernig fréttirnar voru svo. En innanbúðar er allt rólegt,“ sagði Ten Hag. Ef United vinnur ekki Brentford mun liðið hafa spilað sex leiki í röð í öllum keppnum án sigurs. Það yrði í fyrsta sinn í fimm ár. Brentford hefur hins vegar ekki fagnað sigri á Old Trafford síðan árið 1937, en var ansi nálægt því á síðustu leiktíð áður en Scott McTominay skoraði í tvígang í lokin. „Við erum auðvitað óánægðir með þá stöðu sem við erum í. Taflan lýgur ekki og þetta er ekki nógu gott. En við erum rólegir og yfirvegaðir. Við höldum okkur við planið og erum vissir um að uppskera,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Sjá meira
Mikil pressa virtist á Ten Hag eftir 3-0 tapið gegn Tottenham í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem nú er að ljúka. United er aðeins í 14. sæti og ýmsir töldu að dagar hollenska stjórans væru taldir, ekki síst þegar fulltrúar bandarísku Glazer-fjölskyldunnar funduðu með meðeiganda sínum, Sir Jim Ratcliffe, og öðrum stjórnendum félagsins í London í síðustu viku. Niðurstaðan af þeim fundi var þó ekki sú að reka Ten Hag, sem stýrði United til bikarmeistaratitils í vor og deildabikarmeistaratitils árið áður. United mætir því Brentford á morgun með Ten Hag í brúnni og freistar þess að ná í sigur eftir fimm leiki í röð án sigurs í öllum keppnum. „Líklega trúðu þeir mér ekki“ Ten Hag segir fjölmiðlamenn vísvitandi hafa hunsað ummæli hans eftir markalaust jafntefli við Aston Villa 6. október, þegar hann sagði sig og eigendur United á sömu blaðsíðu. „Einu lætin eru þessi ævintýri og lygar í boði sumra ykkar,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Ég veit að við erum allir á sömu blaðsíðu hjá þessu félagi. Ég sagði þetta fyrir hléið. Ég sagði nokkrum fjölmiðlamönnum þetta. Líklega trúðu þeir mér ekki því ég sá hvernig fréttirnar voru svo. En innanbúðar er allt rólegt,“ sagði Ten Hag. Ef United vinnur ekki Brentford mun liðið hafa spilað sex leiki í röð í öllum keppnum án sigurs. Það yrði í fyrsta sinn í fimm ár. Brentford hefur hins vegar ekki fagnað sigri á Old Trafford síðan árið 1937, en var ansi nálægt því á síðustu leiktíð áður en Scott McTominay skoraði í tvígang í lokin. „Við erum auðvitað óánægðir með þá stöðu sem við erum í. Taflan lýgur ekki og þetta er ekki nógu gott. En við erum rólegir og yfirvegaðir. Við höldum okkur við planið og erum vissir um að uppskera,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Sjá meira