Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 23:08 Þórdís Kolbrún, Sigmundur Davíð og Jakob Frímann búa á höfuðborgarsvæðinu og hafa öll gert í lengri tíma. Þau þiggja öll lögbundnar greiðslur ætlaðar landsbyggðarþingmönnum sem þurfa að sækja þing í Reykjavík. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira