Páll Valur vill forystusæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 18:49 Páll Valur býður krafta sína fram fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson býður sig fram í forystusæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Páll sat á þingi fyrir Bjarta Framtíð árin 2013 - 2016, og var varaþingmaður Samfylkingarinnar 2017 - 2021. „Ég var hvattur til að sækja um forystusæti og þá er reiknað með að það séu sæti eitt og tvö. Ég var ekkert endilega að hugsa um þetta en svo eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa. Það kostar ekkert að prófa þetta,“ segir Páll. Brennur fyrir málefnum Grindvíkinga og barna Páll er Grindvíkingur og hann sat í bæjarstjórn árin 2018 - 2022 fyrir Samfylkinguna. Hann segir að Grindvíkingar þurfi á sterkri rödd að halda á þingi. Síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir hann og aðra Grindvíkinga. „Ég var mjög framarlega á þingi í málefnum barna og þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu og taldi mig eiga ýmislegt eftir ógert þar. Þannig ég lét til leiðast núna þegar fólk var að hvetja mig til þess að gefa kost á mér,“ segir Páll. „Auðvitað brennur á manni að skapa sátt í samfélaginu og byggja upp gott og mannlegt samfélag sem að stendur saman að öllum helstu málum. Sundurlindið í þessari þjóð er með ólíkindum, og þegar ég var á þingi fyrir Bjarta Framtíð barðist ég fyrir því að fólk ynni betur saman,“ segir hann. Hann kveðst hrifinn af málefnastarfinu sem hefur verið leitt af Kristrúnu síðustu tvö árin. „Hún er að finna púlsinn í landinu og leggja fram þau mál sem brenna á þjóðinni. Ég er bara mjög hrifinn af því hvernig hún er að gera þetta og hvernig hún er að tækla þessi mál. Páll bauð sig fram til Alþingis haustið 2016 undir merkjum Bjartrar Framtíðar og komst þá ekki á þing. „Ég var einn af þeim sem var mjög mótfallinn þessu ríkisstjórnarsamstarfi 2016 og það fór eins og það fór. Ég var ekkert sáttur við það,“ segir Páll. Björt Framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn árið 2017, en sleit samstarfinu seinna sama ár. Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Ég var hvattur til að sækja um forystusæti og þá er reiknað með að það séu sæti eitt og tvö. Ég var ekkert endilega að hugsa um þetta en svo eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa. Það kostar ekkert að prófa þetta,“ segir Páll. Brennur fyrir málefnum Grindvíkinga og barna Páll er Grindvíkingur og hann sat í bæjarstjórn árin 2018 - 2022 fyrir Samfylkinguna. Hann segir að Grindvíkingar þurfi á sterkri rödd að halda á þingi. Síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir hann og aðra Grindvíkinga. „Ég var mjög framarlega á þingi í málefnum barna og þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu og taldi mig eiga ýmislegt eftir ógert þar. Þannig ég lét til leiðast núna þegar fólk var að hvetja mig til þess að gefa kost á mér,“ segir Páll. „Auðvitað brennur á manni að skapa sátt í samfélaginu og byggja upp gott og mannlegt samfélag sem að stendur saman að öllum helstu málum. Sundurlindið í þessari þjóð er með ólíkindum, og þegar ég var á þingi fyrir Bjarta Framtíð barðist ég fyrir því að fólk ynni betur saman,“ segir hann. Hann kveðst hrifinn af málefnastarfinu sem hefur verið leitt af Kristrúnu síðustu tvö árin. „Hún er að finna púlsinn í landinu og leggja fram þau mál sem brenna á þjóðinni. Ég er bara mjög hrifinn af því hvernig hún er að gera þetta og hvernig hún er að tækla þessi mál. Páll bauð sig fram til Alþingis haustið 2016 undir merkjum Bjartrar Framtíðar og komst þá ekki á þing. „Ég var einn af þeim sem var mjög mótfallinn þessu ríkisstjórnarsamstarfi 2016 og það fór eins og það fór. Ég var ekkert sáttur við það,“ segir Páll. Björt Framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn árið 2017, en sleit samstarfinu seinna sama ár.
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17