Vill úr borgarstjórn á Alþingi Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 12:52 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi og býður sig fram í Reykjavík. „Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Oddviti í borginni í tvö tímabil Hún segist hafa verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata í borgarstjórn og leitt Pírata tvisvar til kosningasigurs, nú síðast með helmings fylgisaukningu. Þá hafi hún tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem verkefnum og áherslum Pírata hafi verið gert hátt undir höfði og þeir fengið mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. „Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem ég hef gegnt.“ Stolt af árangrinum Píratar hafi í góðu samstarfi náð miklum málefnalegum árangri fyrir almenning og Pírata á þessum tíma þegar kemur meðal annars að loftslagsmálum og grænni borgarþróun, skaðaminnkun, stafrænni umbyltingu og nútímavæðingu þjónustu, lýðræðis- og gagnsæisumbótum, baráttunni gegn spillingu og aðgengi fyrir öll hvort sem það sé trans fólk, fatlað fólk, fátækt fólk eða fólk sem ekki talar íslensku sem móðurmál. „Ég er stolt af mínum verkum og hef lagt allt mitt í störf mín fyrir Pírata og fyrir borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland.“ Píratar Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
„Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Oddviti í borginni í tvö tímabil Hún segist hafa verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata í borgarstjórn og leitt Pírata tvisvar til kosningasigurs, nú síðast með helmings fylgisaukningu. Þá hafi hún tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem verkefnum og áherslum Pírata hafi verið gert hátt undir höfði og þeir fengið mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. „Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem ég hef gegnt.“ Stolt af árangrinum Píratar hafi í góðu samstarfi náð miklum málefnalegum árangri fyrir almenning og Pírata á þessum tíma þegar kemur meðal annars að loftslagsmálum og grænni borgarþróun, skaðaminnkun, stafrænni umbyltingu og nútímavæðingu þjónustu, lýðræðis- og gagnsæisumbótum, baráttunni gegn spillingu og aðgengi fyrir öll hvort sem það sé trans fólk, fatlað fólk, fátækt fólk eða fólk sem ekki talar íslensku sem móðurmál. „Ég er stolt af mínum verkum og hef lagt allt mitt í störf mín fyrir Pírata og fyrir borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland.“
Píratar Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira