Play í frjálsu falli Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 11:49 Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Vísir/Einar Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. Play tilkynnti í fyrradag að félagið myndi ráðast í umfangsmiklar breytingar og draga verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma yrði aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi muni fækka, og sótt verði um flugrekstrarleyfi erlendis. Allt niður í eina krónu Tilkynning félagsins virðist hafa farið öfugt ofan í fjárfesta. Í gær lækkaði gengi félagsins um 28,13 prósent og lækkunin hefur haldið áfram í dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um 26,09 prósent og fór lægst niður í eina krónu. Það var verðið í langsamlega stærstu viðskiptum dagsins en 71.651.440 hlutir voru seldir og keyptir klukkan 11 fyrir eina krónu á hlut. Í almennu hlutafjárútboði í apríl síðastliðnum kostaði hver hlutur í Play 4,5 krónur. Fjögur félög koma til greina Athygli vekur að aðeins fjögur félög koma til greina sem seljandi í viðskiptunum, allavega ef miðað er við nýjasta lista Kauphallarinnar, sem gefinn var út í lok september. Samkvæmt listanum á Birta lífeyrissjóður um 190 milljónir hluta, Stoðir hf. 110 milljónir hluta, Fea ehf., félags Elíasar Skúla Skúlasonar, 101 milljón og Leika fjárfestingar ehf., sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, stýrir, um 93,5 milljónir hluta. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18 Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Play tilkynnti í fyrradag að félagið myndi ráðast í umfangsmiklar breytingar og draga verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma yrði aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi muni fækka, og sótt verði um flugrekstrarleyfi erlendis. Allt niður í eina krónu Tilkynning félagsins virðist hafa farið öfugt ofan í fjárfesta. Í gær lækkaði gengi félagsins um 28,13 prósent og lækkunin hefur haldið áfram í dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um 26,09 prósent og fór lægst niður í eina krónu. Það var verðið í langsamlega stærstu viðskiptum dagsins en 71.651.440 hlutir voru seldir og keyptir klukkan 11 fyrir eina krónu á hlut. Í almennu hlutafjárútboði í apríl síðastliðnum kostaði hver hlutur í Play 4,5 krónur. Fjögur félög koma til greina Athygli vekur að aðeins fjögur félög koma til greina sem seljandi í viðskiptunum, allavega ef miðað er við nýjasta lista Kauphallarinnar, sem gefinn var út í lok september. Samkvæmt listanum á Birta lífeyrissjóður um 190 milljónir hluta, Stoðir hf. 110 milljónir hluta, Fea ehf., félags Elíasar Skúla Skúlasonar, 101 milljón og Leika fjárfestingar ehf., sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, stýrir, um 93,5 milljónir hluta.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18 Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57