Viðstaddir í Strassbourg fengu smjörþefinn af pólitískri ólgu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2024 11:59 Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins fer fram í Strassbourg þessa dagana. Mesut Dogan/Getty Stuðla ætti að frekari sameiningu íslenskra sveitarfélaga, veita Reykjavík sérstaka stöðu sem höfuðborg og bæta samskipti sveitarfélaga og ríkis, samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar Evrópuráðsins. Til stóð að innviðaráðherra ávarpaði sveitarstjórnarþing ráðsins í Strassbourg morgun en viðstaddir fengu í staðinn smjörþefinn af þeirri óvissu sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“ Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“
Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36