Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 13:56 Starship-eldflaugarþrepið á skotpallinum eftir að vélarmurinn greip það í Boca Chica í Texas í dag. SpaceX/AP Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. Starship-eldflaugin hóf sig á loft frá sunnanverðu Texas í Bandaríkjunum í morgun. Þetta var fjórða tilraunaflug SpaceX með þessa stærstu eldflaug heims en fyrstu tvær tilraunirnar enduðu með sprengingu sem grandaði eldflauginni. Þriðja flugið í júní gekk betur. Eitt af markmiðum tilraunaflugsins í dag var að reyna að grípa fyrsta þrep eldflaugarinnar með vélarmi á skotpallinum í Boca Chica í Texas. SpaceX hefur á undanförnum árum þróað tækni til þess að fljúga eldflaugarþrepum aftur til jarðar í heilu lagi sem hefðu annars verið einnota. Þeim þrepum hefur verið lent á prömmum út á hafi eða á pöllum langt frá skotstaðnum fram að þessu. Eftir um sjö mínútna ferð upp og niður gufuhvolfið greip vélarmurinn eldflaugarþrepið við mikinn fögnuð starfsmanna fyrirtækisins. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/6R5YatSVJX— SpaceX (@SpaceX) October 13, 2024 „Góðir hálsar, þessi dagur fer í sögubækur verkfræðinnar,“ sagði Kate Tice, einn starfsmanna SpaceX sem lýsti útsendingu frá tilrauninni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur pantað tvær Starship-eldflaugar frá SpaceX til þess að koma mönnum til tunglsins síðar á þessum áratug. SpaceX Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Starship-eldflaugin hóf sig á loft frá sunnanverðu Texas í Bandaríkjunum í morgun. Þetta var fjórða tilraunaflug SpaceX með þessa stærstu eldflaug heims en fyrstu tvær tilraunirnar enduðu með sprengingu sem grandaði eldflauginni. Þriðja flugið í júní gekk betur. Eitt af markmiðum tilraunaflugsins í dag var að reyna að grípa fyrsta þrep eldflaugarinnar með vélarmi á skotpallinum í Boca Chica í Texas. SpaceX hefur á undanförnum árum þróað tækni til þess að fljúga eldflaugarþrepum aftur til jarðar í heilu lagi sem hefðu annars verið einnota. Þeim þrepum hefur verið lent á prömmum út á hafi eða á pöllum langt frá skotstaðnum fram að þessu. Eftir um sjö mínútna ferð upp og niður gufuhvolfið greip vélarmurinn eldflaugarþrepið við mikinn fögnuð starfsmanna fyrirtækisins. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/6R5YatSVJX— SpaceX (@SpaceX) October 13, 2024 „Góðir hálsar, þessi dagur fer í sögubækur verkfræðinnar,“ sagði Kate Tice, einn starfsmanna SpaceX sem lýsti útsendingu frá tilrauninni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur pantað tvær Starship-eldflaugar frá SpaceX til þess að koma mönnum til tunglsins síðar á þessum áratug.
SpaceX Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira