Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 09:30 Ten Hag á hliðarlínunni á Villa Park. Vísir/Getty Hlerunarbúnaði var komið fyrir í klefa Manchester United fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ræður knattspyrnustjórans Erik Ten Hag heyrast vel á upptökum sem The Sun er með í sínum fórum. Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira