Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2024 07:02 Emil Nielsen er eftirsóttur enda frábær markvörður. Hann er sagður vera á förum frá Barcelona. Getty/Buda Mendes Danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen er á leiðinni frá Barcelona til ungverska félagsins Veszprém en Spánverjar eru allt annað en sáttir með vinnubrögð Ungverjanna þegar kemur að miklum áhuga þeirra á leikmönnum Börsunga. Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip. Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip.
Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn