Við erum á allt öðrum stað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. október 2024 08:33 Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér. Með öðrum orðum er Ísland einfaldlega ekki á sama stað og flest önnur ríki í Evrópu þegar verðbólga er annars vegar. Fyrir vikið skilar það ekki réttri niðurstöðu að bera saman verðbólguna hér á landi við verðbólguna í flestum öðrum Evrópuríkjum á sama tíma. Ástæðan er ekki sízt sú að umtalsverður hluti verðbólgunnar hefur verið fluttur inn frá öðrum Evrópuríkjum enda mest flutt inn þaðan. Meiri framleiðslukostnaður þar, einkum vegna hærra orkuverðs, hefur leitt til hærra verðlags sem síðan hefur skilað sér hingað. Hærra orkuverð innan Evrópusambandsins hefur fyrst og fremst verið afleiðing þess hversu háð ófá ríki þess voru orðin rússneskri orku vegna dómgreindarleysis forystumanna sambandsins og ríkjanna um langt árabil. Draga þurfti úr því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir efnahagslíf þeirra. Ekki sízt Þýzkaland. Nokkuð sem snerti Ísland ekki með beinum hætti enda landið ekki háð erlendri raforku og orkukerfi þess ekki tengt öðrum Evrópuríkjum. Hins vegar voru áhrifin hér óbein sem fyrr segir. Fjármagna enn hernað Rússlands Forystumenn Evrópusambandsins sáu sér ekki annað fært í kjölfar innrásarinnar en að viðurkenna að sambandið og ríki þess hefðu þannig fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernaðaraðgerðir þeirra í Úkraínu. Til að mynda kom það fram í ræðu sem Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, flutti á þingi þess 9. marz 2022. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Rússlands á Krímsskaga árið 2014 hefði innflutningur á rússneskri orku haldið áfram að aukast þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Þýzkir forystumenn hafa að sama skapi gengizt við því að þeim hafi orðið á mjög alvarleg mistök í þeim efnum. Tveimur og hálfu ári eftir innrásina streyma enn tugir milljarða evra til Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins sem greiðsla fyrir rússneska orku. Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr innflutningi á þarlendri orku eru ríkin eftir sem áður stærsti kaupandi hennar. Talsvert af rússneskri orku, ekki sízt gasi, er flutt inn í gegnum önnur ríki og skráð sem framleiðsla í þeim. Þá hefur hækkandi orkuverð orðið til þess að tekjur Rússlands af orkusölu hafa ekki dregizt eins mikið saman og annars hefði orðið þrátt fyrir minni sölu til Evrópuríkja. Viðvarandi efnahagsleg stöðnun Viss kaldhæðni felst óneitanlega í því að á sama tíma og talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa kallað eftir því að tekin verði skref í þá átt vegna verðbólgunnar hér á landi liggur fyrir að umtalsverður hluti hennar hefur verið fluttur inn frá ríkjum sambandsins. Hið sama á við um tal þeirra um aukið efnahagsöryggi með inngöngu í Evrópusambandið í ljósi þeirrar staðreyndar að verðbólgan innan þess hefur einkum verið afleiðing ábyrgðarlausra ákvarðana forystumanna sambandsins og ríkja þess í efnahagsmálum. Hvað efnahagsmálin annars varðar er langur vegur frá því að ábyrgðarleysi forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess í þeim efnum sé þar með upptalið. Til að mynda hefur þannig ríkt viðvarandi efnahagsleg stöðnun á evrusvæðinu nánast frá því að evran var tekin í notkun fyrir um aldarfjórðungi síðan með tilheyrandi litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun víðast hvar innan þess. Lágir vextir hafa verið ein birtingarmynd þessa ástands sem sumir kalla stöðugleika. Tilgangurinn með lágum vöxtum er einu sinni iðulega fyrst og fremst sá að reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað. Ekki hefur veitt af því víðast hvar á evrusvæðinu á undanförnum árum og áratugum. Hlutdeild Evrópusambandsins í landsframleiðslu á heimsvísu með tilliti til kaupmáttar hefur þannig til dæmis farið jafnt og þétt lækkandi og nemur nú einungis 14,5% samanborið við 20% við upphaf aldarinnar. Hefur sambandið dregizt aftur úr öðrum mörkuðum í þeim efnum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér. Með öðrum orðum er Ísland einfaldlega ekki á sama stað og flest önnur ríki í Evrópu þegar verðbólga er annars vegar. Fyrir vikið skilar það ekki réttri niðurstöðu að bera saman verðbólguna hér á landi við verðbólguna í flestum öðrum Evrópuríkjum á sama tíma. Ástæðan er ekki sízt sú að umtalsverður hluti verðbólgunnar hefur verið fluttur inn frá öðrum Evrópuríkjum enda mest flutt inn þaðan. Meiri framleiðslukostnaður þar, einkum vegna hærra orkuverðs, hefur leitt til hærra verðlags sem síðan hefur skilað sér hingað. Hærra orkuverð innan Evrópusambandsins hefur fyrst og fremst verið afleiðing þess hversu háð ófá ríki þess voru orðin rússneskri orku vegna dómgreindarleysis forystumanna sambandsins og ríkjanna um langt árabil. Draga þurfti úr því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir efnahagslíf þeirra. Ekki sízt Þýzkaland. Nokkuð sem snerti Ísland ekki með beinum hætti enda landið ekki háð erlendri raforku og orkukerfi þess ekki tengt öðrum Evrópuríkjum. Hins vegar voru áhrifin hér óbein sem fyrr segir. Fjármagna enn hernað Rússlands Forystumenn Evrópusambandsins sáu sér ekki annað fært í kjölfar innrásarinnar en að viðurkenna að sambandið og ríki þess hefðu þannig fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernaðaraðgerðir þeirra í Úkraínu. Til að mynda kom það fram í ræðu sem Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, flutti á þingi þess 9. marz 2022. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Rússlands á Krímsskaga árið 2014 hefði innflutningur á rússneskri orku haldið áfram að aukast þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Þýzkir forystumenn hafa að sama skapi gengizt við því að þeim hafi orðið á mjög alvarleg mistök í þeim efnum. Tveimur og hálfu ári eftir innrásina streyma enn tugir milljarða evra til Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins sem greiðsla fyrir rússneska orku. Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr innflutningi á þarlendri orku eru ríkin eftir sem áður stærsti kaupandi hennar. Talsvert af rússneskri orku, ekki sízt gasi, er flutt inn í gegnum önnur ríki og skráð sem framleiðsla í þeim. Þá hefur hækkandi orkuverð orðið til þess að tekjur Rússlands af orkusölu hafa ekki dregizt eins mikið saman og annars hefði orðið þrátt fyrir minni sölu til Evrópuríkja. Viðvarandi efnahagsleg stöðnun Viss kaldhæðni felst óneitanlega í því að á sama tíma og talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa kallað eftir því að tekin verði skref í þá átt vegna verðbólgunnar hér á landi liggur fyrir að umtalsverður hluti hennar hefur verið fluttur inn frá ríkjum sambandsins. Hið sama á við um tal þeirra um aukið efnahagsöryggi með inngöngu í Evrópusambandið í ljósi þeirrar staðreyndar að verðbólgan innan þess hefur einkum verið afleiðing ábyrgðarlausra ákvarðana forystumanna sambandsins og ríkja þess í efnahagsmálum. Hvað efnahagsmálin annars varðar er langur vegur frá því að ábyrgðarleysi forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess í þeim efnum sé þar með upptalið. Til að mynda hefur þannig ríkt viðvarandi efnahagsleg stöðnun á evrusvæðinu nánast frá því að evran var tekin í notkun fyrir um aldarfjórðungi síðan með tilheyrandi litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun víðast hvar innan þess. Lágir vextir hafa verið ein birtingarmynd þessa ástands sem sumir kalla stöðugleika. Tilgangurinn með lágum vöxtum er einu sinni iðulega fyrst og fremst sá að reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað. Ekki hefur veitt af því víðast hvar á evrusvæðinu á undanförnum árum og áratugum. Hlutdeild Evrópusambandsins í landsframleiðslu á heimsvísu með tilliti til kaupmáttar hefur þannig til dæmis farið jafnt og þétt lækkandi og nemur nú einungis 14,5% samanborið við 20% við upphaf aldarinnar. Hefur sambandið dregizt aftur úr öðrum mörkuðum í þeim efnum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar