Hingað og ekki lengra. En hvað svo? Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 9. október 2024 14:01 Þingmaður sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni „Hingað og ekki lengra“. Þar fer hann ófögrum orðum um að langlundargeð hans sé endanlega þrotið gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu. Að framganga VG sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn. Vísar hann í þeim efnum til landsfundar VG um liðna helgi þar sem stjórnarályktun landsfundarins var samþykkt sem segir orðrétt: „Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni. Jafnframt telur fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu.“ Lýkur þingmaðurinn svo greinarskrifum sínum með orðunum: „Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk.“ En hvað svo? Jú hingað og ekki lengra skrifaði þingmaðurinn. En hvað svo? Ég var spurð að því um daginn hvort það hafi verið erfið ákvörðun að ganga til liðs við Miðflokkinn á sínum tíma? Ég varð smá hugsi. Staldraði aðeins við. Því ég var ekki minnug þess að það hafi verið erfið ákvörðun. Ég hafði einfaldlega verið að fylgja eftir minni eigin sannfæringu. Líkt og ég var alin upp við. Vissulega getur það hinsvegar krafist kjarks, dug og þor að fylgja eftir sinni eigin sannfæringu líkt og einkenndi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, þar sem þjóðin barðist fyrir fullveldi sínu í krafti sannfæringar sinnar. En hvar er kjarkur sjálfstæðismanna? Eflaust einhvers staðar flögrandi um með Lóunni. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Þingmaður sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni „Hingað og ekki lengra“. Þar fer hann ófögrum orðum um að langlundargeð hans sé endanlega þrotið gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu. Að framganga VG sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn. Vísar hann í þeim efnum til landsfundar VG um liðna helgi þar sem stjórnarályktun landsfundarins var samþykkt sem segir orðrétt: „Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni. Jafnframt telur fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu.“ Lýkur þingmaðurinn svo greinarskrifum sínum með orðunum: „Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk.“ En hvað svo? Jú hingað og ekki lengra skrifaði þingmaðurinn. En hvað svo? Ég var spurð að því um daginn hvort það hafi verið erfið ákvörðun að ganga til liðs við Miðflokkinn á sínum tíma? Ég varð smá hugsi. Staldraði aðeins við. Því ég var ekki minnug þess að það hafi verið erfið ákvörðun. Ég hafði einfaldlega verið að fylgja eftir minni eigin sannfæringu. Líkt og ég var alin upp við. Vissulega getur það hinsvegar krafist kjarks, dug og þor að fylgja eftir sinni eigin sannfæringu líkt og einkenndi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, þar sem þjóðin barðist fyrir fullveldi sínu í krafti sannfæringar sinnar. En hvar er kjarkur sjálfstæðismanna? Eflaust einhvers staðar flögrandi um með Lóunni. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar