Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2024 09:56 „Nei takk,“ segir Óli Björn um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Vísir/Vilhelm „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira