Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 10:14 Konungshjónin virtust skemmta sér í heimsókn sinni í Jónshúsið. Vísir/Elín Margrét Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. „Þetta hefur þá þýðingu að nú hefur fólk allt í einu áhuga á þessu húsi. Fólk hjólar og keyrir hérna framhjá og fáir vita hvað hér er. Það er fáni og allt á íslensku,“ segir Halla. Eftir heimsóknina gefist tækifæri á að sýna almenningi húsið og fyrir hvað það stendur. Mary drottning, Friðrik X konungur, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eiginmaður Höllu. Myndin er tekin í Amalíuborgarkastala í Kaupmannahöfn.Vísir/AP Í heimsókn sinni fá konungs- og forsetahjónin kynningu frá íslenskum konum í danska atvinnulífinu. Eftir það fá hjónin svo kynningu á heimili Ingibjargar og Jóns. „Það er þess vegna sem við erum í þessu húsi. Hér bjó Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir,“ segir Halla. Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss segir heimsóknina sögulega.Stöð 2 Á meðan þau eru uppi verður salnum breytt í veitingastað og gestum svo boðið upp á danskan „frokost“ þar sem verður boðið upp á smörrebröd með íslenskum lax og lambakjöti. Eftir það verður boðið upp á kaffi og makkarónur úr bakaríi sem rekið er af Íslendingum í Kaupmannahöfn. Að því loknu kemur karlakórinn Hafnarbræður og syngur eitt lag. Forseta- og konungshjónin ásamt fleiri gestum í Jónshúsi í dag.Vísir/Elín Margrét Hjónin fóru að borgarvirkinu, Kastellet, og lögðu blóm að minnisvarða.Vísir/AP Fyrsta ríkisheimsóknin Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Eftir móttökuna á bryggjunni fara þau með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Utanríkismál Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
„Þetta hefur þá þýðingu að nú hefur fólk allt í einu áhuga á þessu húsi. Fólk hjólar og keyrir hérna framhjá og fáir vita hvað hér er. Það er fáni og allt á íslensku,“ segir Halla. Eftir heimsóknina gefist tækifæri á að sýna almenningi húsið og fyrir hvað það stendur. Mary drottning, Friðrik X konungur, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eiginmaður Höllu. Myndin er tekin í Amalíuborgarkastala í Kaupmannahöfn.Vísir/AP Í heimsókn sinni fá konungs- og forsetahjónin kynningu frá íslenskum konum í danska atvinnulífinu. Eftir það fá hjónin svo kynningu á heimili Ingibjargar og Jóns. „Það er þess vegna sem við erum í þessu húsi. Hér bjó Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir,“ segir Halla. Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss segir heimsóknina sögulega.Stöð 2 Á meðan þau eru uppi verður salnum breytt í veitingastað og gestum svo boðið upp á danskan „frokost“ þar sem verður boðið upp á smörrebröd með íslenskum lax og lambakjöti. Eftir það verður boðið upp á kaffi og makkarónur úr bakaríi sem rekið er af Íslendingum í Kaupmannahöfn. Að því loknu kemur karlakórinn Hafnarbræður og syngur eitt lag. Forseta- og konungshjónin ásamt fleiri gestum í Jónshúsi í dag.Vísir/Elín Margrét Hjónin fóru að borgarvirkinu, Kastellet, og lögðu blóm að minnisvarða.Vísir/AP Fyrsta ríkisheimsóknin Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Eftir móttökuna á bryggjunni fara þau með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða.
Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Utanríkismál Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01