Svaraði spurningum um Netanyahu, Pútín og reynslu af skotvopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 08:05 Repúblikanar hafa gagnrýnt Harris fyrir að gefa ekki kost á viðtölum en að þessu sinni var það Trump sem dró sig út úr viðtali við 60 Minutes. Getty/Jeff Swensen Kamala Harris vék sér fimlega undan því að svara því hvort Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, væri „náinn bandamaður“ í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes sem sýndur var í gærkvöldi. „Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz. Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
„Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz.
Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira