„Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2024 12:30 Valdimar og Berglind vinna mikið með fólki. Margir nota svokallaða fýlustjórnun í samböndum sem lýsir sér meðal annars í því að fólk fer í fýlu frekar en að tjá sig og ræða saman og vinna í erfiðleikum eða konfliktum. Meðferðaraðilarnir Valdimar Þór Svavarsson og Berglind Magnúsdóttir vinna við áfallameðferðir og djúptilfinningavinnu og öndunarvinnu sem er einstök á Íslandi. Þau eru með meðferðarstofuna Fyrsta skrefið sem hefur verið mjög vinsæl og fólk kemur til þeirra alls staðar að af landinu. Þau vinna meðal annars með áfallameðferðir og djúpöndunarvinnu. Bæði hafa þau unnið sem stundakennarar við Háskóla Íslands en Berglind er þar aðjunkt. Saman halda þau úti hlaðvarpinu Meðvirkni sem hefur fengið góðar viðtökur. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kannaði málið í síðustu viku. „Fýlustjórnun er í raun afurð af þessum meðvirknifræðum. Fýlustjórnun er í raun að stjórna með fasi. Með allskonar svipbrigðum, þögn og það sem við köllum almennt fýlu. Hvort sem það er heima við eða á vinnustöðum þá er þetta vel þekkt. Bak við þetta er alltaf eitthvað að gerast, einhverskonar skortur á getu að eiga í samskiptum eða einhverskonar uppsöfnuð gremja, óöryggi og margt fleira. Þetta getur valdið því að fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum,“ segir Valdimar sem bætir við að það sést hversu meðvirkt fólk er þegar það er í samskiptum við þessa einstakling. Meðvirkni er í raun hversu vel fólk virkar með öðrum. Berglind segir að fýlan geti í raun verið mjög sterkt vopn. „Þetta hefst í rauninni á því að við byrjum á því að gefa eftir. Við förum að þóknast öðrum en undir niðri erum við óheiðarleg. Við erum óheiðarleg við okkur sjálf. Við segjum ekki sannleikann hvað okkur raunverulega langar í. Það skapar spennu í samskiptum sem hægt og rólega veldur gremju og gremjan er í rauninni endapunkturinn á því. Við erum komin á þann stað að viðkomandi er ekki að bregðast eins við og við viljum. Af því að við fórnum okkur þá viljum við að hinn aðilinn geri það sama fyrir okkur,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig skuli takast á við vandamál af þessum toga. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Meðferðaraðilarnir Valdimar Þór Svavarsson og Berglind Magnúsdóttir vinna við áfallameðferðir og djúptilfinningavinnu og öndunarvinnu sem er einstök á Íslandi. Þau eru með meðferðarstofuna Fyrsta skrefið sem hefur verið mjög vinsæl og fólk kemur til þeirra alls staðar að af landinu. Þau vinna meðal annars með áfallameðferðir og djúpöndunarvinnu. Bæði hafa þau unnið sem stundakennarar við Háskóla Íslands en Berglind er þar aðjunkt. Saman halda þau úti hlaðvarpinu Meðvirkni sem hefur fengið góðar viðtökur. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kannaði málið í síðustu viku. „Fýlustjórnun er í raun afurð af þessum meðvirknifræðum. Fýlustjórnun er í raun að stjórna með fasi. Með allskonar svipbrigðum, þögn og það sem við köllum almennt fýlu. Hvort sem það er heima við eða á vinnustöðum þá er þetta vel þekkt. Bak við þetta er alltaf eitthvað að gerast, einhverskonar skortur á getu að eiga í samskiptum eða einhverskonar uppsöfnuð gremja, óöryggi og margt fleira. Þetta getur valdið því að fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum,“ segir Valdimar sem bætir við að það sést hversu meðvirkt fólk er þegar það er í samskiptum við þessa einstakling. Meðvirkni er í raun hversu vel fólk virkar með öðrum. Berglind segir að fýlan geti í raun verið mjög sterkt vopn. „Þetta hefst í rauninni á því að við byrjum á því að gefa eftir. Við förum að þóknast öðrum en undir niðri erum við óheiðarleg. Við erum óheiðarleg við okkur sjálf. Við segjum ekki sannleikann hvað okkur raunverulega langar í. Það skapar spennu í samskiptum sem hægt og rólega veldur gremju og gremjan er í rauninni endapunkturinn á því. Við erum komin á þann stað að viðkomandi er ekki að bregðast eins við og við viljum. Af því að við fórnum okkur þá viljum við að hinn aðilinn geri það sama fyrir okkur,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig skuli takast á við vandamál af þessum toga.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira