Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2024 16:31 Ásta Eir Árnadóttir hefur sjaldan verið eins spennt. Vísir/Vilhelm „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. „Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport. Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
„Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira