Gerir óþægilegt samtal auðveldara Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2024 08:46 Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna. Samsett Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag. Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi. Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi.
Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent