Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 13:13 Aron Einar Gunnarsson lék í gær sinn fyrsta leik fyrir katarska liðið Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn. Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira