Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. október 2024 07:24 Trump heimsótti Valdosta í gærkvöldi þar sem tjónið af völdum Helenu er mikið. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Trump hélt ræðu fyrir framan rústir húsgagnaverslunar þar sem hann fullyrti að Joe Biden forseti hefði verið sofandi þegar ríkisstjóri Georgíu reyndi að ná í hann vegna hamfaranna. Þetta var í annað sinn sem Trump hélt þessu fram í gær en í millitíðinni hafði ríkisstjórinn sjálfur, Brian Kemp, stigið fram og sagt að ekkert væri til í þessari fullyrðingu. Engu að síður endurtók Trump lygina í gærkvöldi. Kemp segist þvert á móti hafa verið í stöðugu sambandi við Kamölu Harris varaforseta auk þess sem Biden forseti hafi hringt og boðið fram aðstoð alríkisins í þeim hörmungum sem eru að ganga yfir. Biden sjálfur brást einnig reiður við þessum lygum þegar hann var spurður út í þær í gærkvöldi og sagði óábyrgt af Trump að fara með slíka staðlausa stafi á tímum sem þessum. Trump, sem ferðaðist til Valdosta með sjónvarpspredikaranum Franklin Graham sagðist einnig koma færandi hendi með gríðarlegt magn hjálpargagna fyrir íbúa Georgíu. Óljóst er þó um hvað er að ræða fyrir utan einn tankbíl af bensíni og nokkrar vatnsflöskur. Breska blaðið Guardian reyndi að fá nánari útlistingar á aðstoðinni frá fyrirtæki sjónvarpspredikarans, en fékk aðeins þau svör að nokkrir prestar hefðu verið sendir á staðinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Trump hélt ræðu fyrir framan rústir húsgagnaverslunar þar sem hann fullyrti að Joe Biden forseti hefði verið sofandi þegar ríkisstjóri Georgíu reyndi að ná í hann vegna hamfaranna. Þetta var í annað sinn sem Trump hélt þessu fram í gær en í millitíðinni hafði ríkisstjórinn sjálfur, Brian Kemp, stigið fram og sagt að ekkert væri til í þessari fullyrðingu. Engu að síður endurtók Trump lygina í gærkvöldi. Kemp segist þvert á móti hafa verið í stöðugu sambandi við Kamölu Harris varaforseta auk þess sem Biden forseti hafi hringt og boðið fram aðstoð alríkisins í þeim hörmungum sem eru að ganga yfir. Biden sjálfur brást einnig reiður við þessum lygum þegar hann var spurður út í þær í gærkvöldi og sagði óábyrgt af Trump að fara með slíka staðlausa stafi á tímum sem þessum. Trump, sem ferðaðist til Valdosta með sjónvarpspredikaranum Franklin Graham sagðist einnig koma færandi hendi með gríðarlegt magn hjálpargagna fyrir íbúa Georgíu. Óljóst er þó um hvað er að ræða fyrir utan einn tankbíl af bensíni og nokkrar vatnsflöskur. Breska blaðið Guardian reyndi að fá nánari útlistingar á aðstoðinni frá fyrirtæki sjónvarpspredikarans, en fékk aðeins þau svör að nokkrir prestar hefðu verið sendir á staðinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira