Saka rússneskan flugmann um „ófagmannlega“ hegðun Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2024 16:11 Rússnesk orrustuþota af gerðinni Su-35 og Tu-95 sprengjuflugvél er hér í bakgrunni. NORAD Herforingi í flugher Bandaríkjanna segir rússneska flugmenn hafa hagað sér mjög ófagmannlega þegar bandarískir flugmenn flugu að fjórum rússneskum herflugvélum nærri Alasaka. Flugvélarnar fjórar sáust á ratsjám þann 23. september og voru flugmenn sendir til móts við þær. Þá höfðu Rússarnir flogið inn á svokallað varnarsvæði Bandaríkjanna og Kanada, en það er svæði sem liggur fyrir utan formlega lofthelgi en þykir svo nærri lofthelginni að óvinir gætu ógnað öryggi Bandaríkjanna og Kanada. Því eru herþotur sendar til móts við óþekktar flugvélar á þessu svæði. Þegar einni orrustuþotu var flogið í átt að Tupolev Tu-95 sprengjuflugvél, sem kölluð hefur verið „Björn“ í gegn um árin, var rússneskri Su-35 orrustuþotu flogið þar á milli og mjög nærri bandarísku, eða kanadísku, orrustuþotunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum. Gregory M. Guillot, herforingi í flugher Bandaríkjanna, sem stýrir vörnum sameiginlegrar lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada (NORAD), segir í yfirlýsingu að flugmaður einnar Su-35 herþotu hafa hagað sér með óábyrgum og ófaglegum hætti. Hegðun hans hafi ógnað lífi fólks og eigi hún ekki að sjást hjá flugmönnum í atvinnuherjum. “On Sept 23, 2024, NORAD aircraft flew a safe and disciplined intercept of Russian Military Aircraft in the Alaska ADIZ. The conduct of one Russian Su-35 was unsafe, unprofessional, and endangered all – not what you’d see in a professional air force.” – Gen. Gregory Guillot pic.twitter.com/gXZj3Ndkag— North American Aerospace Defense Command (@NORADCommand) September 30, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik á við þetta á sér stað. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað kínverska flugmenn um að haga sér ófagmannlega yfir Suður-Kínahafi. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Þá gerðist það tvisvar sinnum yfir Svartahafi í fyrra að rússneskum flugvélum var flogið mjög nærri bandarískum drónum. Í öðru tilvikinnu flaug rússneskur flugmaður á dróna. Bandaríkin Kanada Rússland Hernaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Þá höfðu Rússarnir flogið inn á svokallað varnarsvæði Bandaríkjanna og Kanada, en það er svæði sem liggur fyrir utan formlega lofthelgi en þykir svo nærri lofthelginni að óvinir gætu ógnað öryggi Bandaríkjanna og Kanada. Því eru herþotur sendar til móts við óþekktar flugvélar á þessu svæði. Þegar einni orrustuþotu var flogið í átt að Tupolev Tu-95 sprengjuflugvél, sem kölluð hefur verið „Björn“ í gegn um árin, var rússneskri Su-35 orrustuþotu flogið þar á milli og mjög nærri bandarísku, eða kanadísku, orrustuþotunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum. Gregory M. Guillot, herforingi í flugher Bandaríkjanna, sem stýrir vörnum sameiginlegrar lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada (NORAD), segir í yfirlýsingu að flugmaður einnar Su-35 herþotu hafa hagað sér með óábyrgum og ófaglegum hætti. Hegðun hans hafi ógnað lífi fólks og eigi hún ekki að sjást hjá flugmönnum í atvinnuherjum. “On Sept 23, 2024, NORAD aircraft flew a safe and disciplined intercept of Russian Military Aircraft in the Alaska ADIZ. The conduct of one Russian Su-35 was unsafe, unprofessional, and endangered all – not what you’d see in a professional air force.” – Gen. Gregory Guillot pic.twitter.com/gXZj3Ndkag— North American Aerospace Defense Command (@NORADCommand) September 30, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik á við þetta á sér stað. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað kínverska flugmenn um að haga sér ófagmannlega yfir Suður-Kínahafi. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Þá gerðist það tvisvar sinnum yfir Svartahafi í fyrra að rússneskum flugvélum var flogið mjög nærri bandarískum drónum. Í öðru tilvikinnu flaug rússneskur flugmaður á dróna.
Bandaríkin Kanada Rússland Hernaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira