Af „tapi“ Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 30. september 2024 09:03 Í Morgunblaðinu 26. september síðastliðinn sakaði forstjóri Landsvirkjunar þau, sem vilja verja Þjórsá og lífríki hennar fyrir óafturkræfum áhrifum Hvammsvirkjunar, um að valda fyrirtækinu og íslensku samfélagi milljarða króna „tapi“ vegna meintra „tafa“ við byggingu virkjunarinnar. Þrátt fyrir hundalógíkina sem felst í þessum ásökunum skulum við umræðunnar vegna taka hana aðeins lengra. Árið 2015 sendi Landsvirkjun meðfylgjandi skjal með virkjanaáætlunum sínum til Landsnets (sem var þá raunar í meirihlutaeigu Landsvirkjunar) þar sem síðarnefnda fyrirtækið vann að kerfisáætlun sinni. Í áætlunum sínum sagðist Landsvirkjun gera ráð fyrir að reisa 15 nýjar virkjanir á árunum 2015–2024 og auka með þeim uppsett afl sitt um tæp 1100 MW og raforkuframleiðsluna um 7000 GWst/ári (um 50% aukning á þáverandi afli og raforkuframleiðslu fyrirtæksins). Inni í þessum áætlunum voru m.a. virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn, þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Búrfellslundur, virkjun Hólmsár, Skrokkölduvirkjun, jarðhitavirkjun uppi við Hágöngulón og virkjun Stóru-Laxár sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir að gangsetja árið 2024. Skemmst er frá því að segja að aðeins tvær virkjanir á þessu níu ára gamla plani eru komnar í gagnið; Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Hvert telur Landsvirkjun að „tapið“ sé af því að hinar hafi ekki verið reistar og hverjum er hægt að kenna um? Stoppuðu náttúruverndarsinnar allar þessar framkvæmdir? Blessunarlega komst áætlunin ekki til framkvæmda enda eru þessar hugmyndir andstæðar allri heilbrigðri skynsemi. Hefði framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar frá 2015 orðið að veruleika, hvað hefði það kostað almenning og atvinnulífið vegna þenslu og ofhitnunar hagkerfisins? Hvar væri Landsvirkjun stödd í dag ef fyrirtækið hefði hent hátt í 1000 milljörðum króna í 15 virkjanir sem hefðu yfirmettað algjörlega hinn lokaða íslenska raforkumarkað og orsakað gríðarlegt offramboð af raforku? Landsvirkjun sakar fólk, sem ber hag náttúru, lífríkis og samfélags fyrir brjósti, um að kosta fyrirtækið milljarða króna í ímynduðu „tapi“ ár hvert. En ef við horfum á loftkenndar og allt að því háskalegar framkvæmdahugmyndir fyrirtækisins þá væri raunar eðlilegra að snúa þessu við og spyrja: Hvað ætli náttúruverndarhreyfingin hafi „sparað“ íslensku samfélagi mikla fjármuni í gegnum tíðina með því að halda aftur af draumórakenndri framkvæmdagleði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem taka raunverulegt tap náttúrunnar aldrei með í reikninginn? Er kannski kominn tími til að reikna dæmið í hina áttina? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 26. september síðastliðinn sakaði forstjóri Landsvirkjunar þau, sem vilja verja Þjórsá og lífríki hennar fyrir óafturkræfum áhrifum Hvammsvirkjunar, um að valda fyrirtækinu og íslensku samfélagi milljarða króna „tapi“ vegna meintra „tafa“ við byggingu virkjunarinnar. Þrátt fyrir hundalógíkina sem felst í þessum ásökunum skulum við umræðunnar vegna taka hana aðeins lengra. Árið 2015 sendi Landsvirkjun meðfylgjandi skjal með virkjanaáætlunum sínum til Landsnets (sem var þá raunar í meirihlutaeigu Landsvirkjunar) þar sem síðarnefnda fyrirtækið vann að kerfisáætlun sinni. Í áætlunum sínum sagðist Landsvirkjun gera ráð fyrir að reisa 15 nýjar virkjanir á árunum 2015–2024 og auka með þeim uppsett afl sitt um tæp 1100 MW og raforkuframleiðsluna um 7000 GWst/ári (um 50% aukning á þáverandi afli og raforkuframleiðslu fyrirtæksins). Inni í þessum áætlunum voru m.a. virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn, þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Búrfellslundur, virkjun Hólmsár, Skrokkölduvirkjun, jarðhitavirkjun uppi við Hágöngulón og virkjun Stóru-Laxár sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir að gangsetja árið 2024. Skemmst er frá því að segja að aðeins tvær virkjanir á þessu níu ára gamla plani eru komnar í gagnið; Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Hvert telur Landsvirkjun að „tapið“ sé af því að hinar hafi ekki verið reistar og hverjum er hægt að kenna um? Stoppuðu náttúruverndarsinnar allar þessar framkvæmdir? Blessunarlega komst áætlunin ekki til framkvæmda enda eru þessar hugmyndir andstæðar allri heilbrigðri skynsemi. Hefði framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar frá 2015 orðið að veruleika, hvað hefði það kostað almenning og atvinnulífið vegna þenslu og ofhitnunar hagkerfisins? Hvar væri Landsvirkjun stödd í dag ef fyrirtækið hefði hent hátt í 1000 milljörðum króna í 15 virkjanir sem hefðu yfirmettað algjörlega hinn lokaða íslenska raforkumarkað og orsakað gríðarlegt offramboð af raforku? Landsvirkjun sakar fólk, sem ber hag náttúru, lífríkis og samfélags fyrir brjósti, um að kosta fyrirtækið milljarða króna í ímynduðu „tapi“ ár hvert. En ef við horfum á loftkenndar og allt að því háskalegar framkvæmdahugmyndir fyrirtækisins þá væri raunar eðlilegra að snúa þessu við og spyrja: Hvað ætli náttúruverndarhreyfingin hafi „sparað“ íslensku samfélagi mikla fjármuni í gegnum tíðina með því að halda aftur af draumórakenndri framkvæmdagleði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem taka raunverulegt tap náttúrunnar aldrei með í reikninginn? Er kannski kominn tími til að reikna dæmið í hina áttina? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar