Gerði grín að Konaté sem vildi verða maður leiksins Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 22:30 Ibrahima Konaté var bæði hetja og skúrkur um tíma í leiknum gegn Wolves í dag. Getty/John Powell Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, brást léttur við þeirri skoðun Ibrahima Konaté að hann hefði nú átt að verða valinn maður leiksins gegn Wolves í dag, og var ekki alveg sammála miðverðinum. Óhætt er að segja að Konaté hafi verið áberandi í leiknum í dag, sem Liverpool vann á endanum 2-1. Konaté skoraði fyrsta mark leiksins með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson, en átti svo alla sök á jöfnunarmarki Úlfanna. Það kom eftir að Konaté reyndi að skýla boltanum aftur fyrir endamörk, með mjög afslöppuðum hætti, en upp úr því skoraði Rayan Ait-Nouri. Á endanum kom það ekki að sök og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu strax í kjölfarið. Ekki sáttur við Gary Neville Mistök Konaté voru þó sjálfsagt sérfræðingum Sky Sports í huga þegar þeir völdu Ryan Gravenberch sem mann leiksins. Konaté var beðinn um að afhenda félaga sínum viðurkenninguna og sló þá á létta strengi: „Hver velur eiginlega mann leiksins? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta er vinur minn og ég verð að gefa honum þetta. En ég skoraði í Mílanó og ég skoraði í dag... átti ég þetta ekki skilið?“ spurði Konaté léttur. „Hvað gerðist? Þið verðið að tala við þann sem ákveður þetta,“ sagði Konaté og þegar hann fékk svar við því bætti hann við: „Gary Neville... takk fyrir, Gary!“ Arne Slot on Konate thinking he deserved MOTM:“Maybe he forgot that moment we conceded a goal. Maybe that’s why we conceded because he wasn’t all there at the moment. Because to say the least it was avoidable.”😭😭😭 pic.twitter.com/j7dAKYcJRo— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) September 28, 2024 Eftir þetta var skipt yfir á Arne Slot sem var spurður hvað honum þætti um kröfu Konaté. „Konaté? Tja, hann hefur þá kannski gleymt augnablikinu þegar við fengum á okkur mark. Það er þá kannski ástæðan fyrir því að við fengum þetta mark á okkur, að hann var ekki alveg með þar, því það er óhætt að segja að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta,“ sagði Slot. Konaté hefur átt fast sæti í liði Liverpool síðan Slot skipti honum inn á í upphafi seinni háflleiks gegn Ipswich, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Óhætt er að segja að Konaté hafi verið áberandi í leiknum í dag, sem Liverpool vann á endanum 2-1. Konaté skoraði fyrsta mark leiksins með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson, en átti svo alla sök á jöfnunarmarki Úlfanna. Það kom eftir að Konaté reyndi að skýla boltanum aftur fyrir endamörk, með mjög afslöppuðum hætti, en upp úr því skoraði Rayan Ait-Nouri. Á endanum kom það ekki að sök og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu strax í kjölfarið. Ekki sáttur við Gary Neville Mistök Konaté voru þó sjálfsagt sérfræðingum Sky Sports í huga þegar þeir völdu Ryan Gravenberch sem mann leiksins. Konaté var beðinn um að afhenda félaga sínum viðurkenninguna og sló þá á létta strengi: „Hver velur eiginlega mann leiksins? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta er vinur minn og ég verð að gefa honum þetta. En ég skoraði í Mílanó og ég skoraði í dag... átti ég þetta ekki skilið?“ spurði Konaté léttur. „Hvað gerðist? Þið verðið að tala við þann sem ákveður þetta,“ sagði Konaté og þegar hann fékk svar við því bætti hann við: „Gary Neville... takk fyrir, Gary!“ Arne Slot on Konate thinking he deserved MOTM:“Maybe he forgot that moment we conceded a goal. Maybe that’s why we conceded because he wasn’t all there at the moment. Because to say the least it was avoidable.”😭😭😭 pic.twitter.com/j7dAKYcJRo— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) September 28, 2024 Eftir þetta var skipt yfir á Arne Slot sem var spurður hvað honum þætti um kröfu Konaté. „Konaté? Tja, hann hefur þá kannski gleymt augnablikinu þegar við fengum á okkur mark. Það er þá kannski ástæðan fyrir því að við fengum þetta mark á okkur, að hann var ekki alveg með þar, því það er óhætt að segja að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta,“ sagði Slot. Konaté hefur átt fast sæti í liði Liverpool síðan Slot skipti honum inn á í upphafi seinni háflleiks gegn Ipswich, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira