Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2024 21:01 Ilmur dögg vonar að fleiri fríbúðir skjóti upp kollinum. Vísir/Bjarni Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist. Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“ Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira