Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 11:11 Lúsétinn lax í kvíum Arctic fish í Tálknafirði. Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók á sínum tíma áhrifaríkar myndir af því hversu grátt lúsin leikur laxinn í sjókvíum. Lúsin er í sókn og nú þarf að eitra. Veiga Grétarsdóttir Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi. Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira