Mættur í Samfylkinguna Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2024 08:07 Þórður Snær Júlíusson lét nýverið af störfum sem annar ritstjóri Heimildarinnar. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og síðar Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann segir pólitík flokksins vera þá sem honum hugnast best. Þórður Snær greinir frá þessu í Kjarnyrt, fréttabréfi sínu, í morgun. Þar segir hann að hann hafi þar með ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi sinni. „Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Mér finnst réttast að greina strax frá þessu hér þannig að ekkert sé óljóst varðandi mína stöðu þegar greiningar og pistlar eru lesnir, sérstaklega þar sem kosningar virðast ætla að verða næsta vor,“ segir Þórður Snær. Tekið að sér verkefni fyrir flokkinn og hættir á Rás 1 Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Þórður Snær að hann hafi þegar tekið að sér ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn frá og með komandi mánaðamótum. „Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár,“ segir Þórður Snær. Þórður Snær ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. Daginn eftir að tilkynnt væri að rannsókn væri hætt Þórður Snær greinir frá ákvörðun sinni daginn eftir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti að ákvörðun hafði verið tekin um að hætta rannsókn í máli sem varðaði meinta byrlun Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn, þar á meðal Þórður Snær, höfðu þar réttarstöðu sakbornings í málinu í á þriðja ár, ásamt fyrrverandi eiginkonu Páls. Rannsókn málsins stóð í á fjórða ár. Þórður Snær var meðal þeirra sem tjáði sig um niðurstöðu lögreglunnar á samfélagsmiðlum í gær og ræddi hann sérstaklega vinnubrögð og seinagang lögreglu í málinu. „Mér var haldið í stöðu sakbornings í 961 dag í rannsókn sem staðið hefur í nálægt þrjú og hálft ár. Á þeim tíma var ein skýrsla tekin af mér, í ágúst 2022, fyrir rúmlega 25 mánuðum síðan. Á meðan fékk handfylli manna, með hjálp ýmissa skráðra fjölmiðla, að spinna ótrúlegar lygasögur utan á þetta mál. Setja fram súrrealískar staðhæfingar sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði Þórður Snær. Hann sagði ennfremur að hann og kollegarnir hefðu fengið þessa réttarstöðu vegna þess að hluti þeirra hafi skrifað fréttir um það hvernig hópur fólks, með vitund og vilja stjórnenda eins stærsta fyrirtækis landsins, hafi unnið skipulega að því að reyna að hafa æruna, heilsuna og lífsviðurværið af blaðamönnum sem hafi fjallað um fyrirtækið. Úr Facebook-færslu Þórðar Snæs: Hér kemur tilkynning. Ég hef ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi minni og skrá mig í Samfylkinguna. Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Ég hef í tæpa tvo áratugi unnið við það að greina hvað sé að og nú – fyrst ég er ekki starfandi blaðamaður (það er ekki viðeigandi fyrir þá að taka þátt í flokkapólitík) í fyrsta sinn síðan á árinu 2005 – þá langar mig að taka þátt í að búa til lausnir. Ég hef þegar tekið að mér, frá og með komandi mánaðamótum, ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn. Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár. Skrifin í fréttabréfinu Kjarnyrt verða áfram sem áður eins og boðað hefur verið: sanngjörn, vel undirbyggð, greinandi, heiðarleg og gagnrýnin en líka lausnamiðuð. Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Þórður Snær greinir frá þessu í Kjarnyrt, fréttabréfi sínu, í morgun. Þar segir hann að hann hafi þar með ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi sinni. „Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Mér finnst réttast að greina strax frá þessu hér þannig að ekkert sé óljóst varðandi mína stöðu þegar greiningar og pistlar eru lesnir, sérstaklega þar sem kosningar virðast ætla að verða næsta vor,“ segir Þórður Snær. Tekið að sér verkefni fyrir flokkinn og hættir á Rás 1 Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Þórður Snær að hann hafi þegar tekið að sér ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn frá og með komandi mánaðamótum. „Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár,“ segir Þórður Snær. Þórður Snær ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. Daginn eftir að tilkynnt væri að rannsókn væri hætt Þórður Snær greinir frá ákvörðun sinni daginn eftir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti að ákvörðun hafði verið tekin um að hætta rannsókn í máli sem varðaði meinta byrlun Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn, þar á meðal Þórður Snær, höfðu þar réttarstöðu sakbornings í málinu í á þriðja ár, ásamt fyrrverandi eiginkonu Páls. Rannsókn málsins stóð í á fjórða ár. Þórður Snær var meðal þeirra sem tjáði sig um niðurstöðu lögreglunnar á samfélagsmiðlum í gær og ræddi hann sérstaklega vinnubrögð og seinagang lögreglu í málinu. „Mér var haldið í stöðu sakbornings í 961 dag í rannsókn sem staðið hefur í nálægt þrjú og hálft ár. Á þeim tíma var ein skýrsla tekin af mér, í ágúst 2022, fyrir rúmlega 25 mánuðum síðan. Á meðan fékk handfylli manna, með hjálp ýmissa skráðra fjölmiðla, að spinna ótrúlegar lygasögur utan á þetta mál. Setja fram súrrealískar staðhæfingar sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði Þórður Snær. Hann sagði ennfremur að hann og kollegarnir hefðu fengið þessa réttarstöðu vegna þess að hluti þeirra hafi skrifað fréttir um það hvernig hópur fólks, með vitund og vilja stjórnenda eins stærsta fyrirtækis landsins, hafi unnið skipulega að því að reyna að hafa æruna, heilsuna og lífsviðurværið af blaðamönnum sem hafi fjallað um fyrirtækið. Úr Facebook-færslu Þórðar Snæs: Hér kemur tilkynning. Ég hef ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi minni og skrá mig í Samfylkinguna. Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Ég hef í tæpa tvo áratugi unnið við það að greina hvað sé að og nú – fyrst ég er ekki starfandi blaðamaður (það er ekki viðeigandi fyrir þá að taka þátt í flokkapólitík) í fyrsta sinn síðan á árinu 2005 – þá langar mig að taka þátt í að búa til lausnir. Ég hef þegar tekið að mér, frá og með komandi mánaðamótum, ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn. Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár. Skrifin í fréttabréfinu Kjarnyrt verða áfram sem áður eins og boðað hefur verið: sanngjörn, vel undirbyggð, greinandi, heiðarleg og gagnrýnin en líka lausnamiðuð.
Úr Facebook-færslu Þórðar Snæs: Hér kemur tilkynning. Ég hef ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi minni og skrá mig í Samfylkinguna. Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Ég hef í tæpa tvo áratugi unnið við það að greina hvað sé að og nú – fyrst ég er ekki starfandi blaðamaður (það er ekki viðeigandi fyrir þá að taka þátt í flokkapólitík) í fyrsta sinn síðan á árinu 2005 – þá langar mig að taka þátt í að búa til lausnir. Ég hef þegar tekið að mér, frá og með komandi mánaðamótum, ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn. Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár. Skrifin í fréttabréfinu Kjarnyrt verða áfram sem áður eins og boðað hefur verið: sanngjörn, vel undirbyggð, greinandi, heiðarleg og gagnrýnin en líka lausnamiðuð.
Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19
Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent