Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2024 17:17 Úr viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Þar starfa yfir þrjúhundruð manns. Egill Aðalsteinsson Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. Þessu mátti kynnast í fjórða þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þar er fjallað um efnahagsáhrifin af flugstarfsemi Íslendinga. Hér má sjá fimm mínútna myndskeið úr þættinum: Störfin sem tengjast flugrekstrinum bara á Keflavíkurflugvelli eru mörg þúsund, eins og greining Aton fyrir Isavia leiddi í ljós. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað margir vinna við flugvöllinn sem slíkan. Að koma flugvélunum á sinn stað, að ná í töskurnar. Að gera bara allt í kringum flugvöllinn,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton.Egill Aðalsteinsson Á árunum 2016 til 2017 hafi þetta verið milli sex og átta þúsund starfsmenn. Þeim hafi fækkað í kringum covid-heimsfaraldurinn en síðan hafi flugið tekið við sér aftur, farþegum fjölgað ört, sem og starfsmönnum. „Og það er fyrirséð, miðað við gögn sem við höfum og farþegaspár, og áhuga á Íslandi, að það verði gríðarleg fjölgun. Og við getum séð eftir einhvern tíma að það verði tíu þúsund manns að starfa bara við flugvöllinn og þá starfsemi sem er þar,“ segir Huginn. Ólafur Guðbergsson, deildarstjóri farþegaaksturs hjá Isavia.Egill Aðalsteinsson Bara eitt dæmið er að til að aka rútunum sem flytja farþega milli flugstöðvar og flugvéla þurfti 44 starfsmenn í sumar og 26 í vetur en langt er síðan landgangarnir urðu of fáir. Rútustarfsemin er orðin ein sú umfangsmesta á landinu. „Við erum næstfjölmennasta rútufyrirtæki landsins með fæstu kílómetrana,“ segir Ólafur Guðbergsson, deildarstjóri farþegaaksturs hjá Isavia. Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langstærsti vinnustaður flugvirkja á Íslandi. Tæknistjóri viðhaldsstöðvarinnar, Hörður Már Harðarson, segir að þar starfi yfir þrjúhundruð manns, þar af yfir tvöhundruð flugvirkjar. „Það má líkja þessu bara við nokkuð stórt álver. Hér eru miklir fagmenn í vinnu og þetta telst til nokkuð vel launaðra starfa. Þannig að hér er þó nokkuð mikil skatttekja fyrir hið opinbera. Þannig að sannarlega er þetta gott fyrir þjóðarbúið, tel ég,“ segir Hörður. Ásgeir Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS.Sigurjón Ólason Íslendingar hafa frá árinu 1948 annast flugumferðarþjónustu á Norður-Atlantshafi, á svæði sem nær allt til Norðurpólsins. Þjónustan hófst í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir síðari heimsstyrjöld en er núna til húsa í flugstjórnarmiðstöðinni á vellinum. Flugumferðarstjórinn Ásgeir Pálsson vann við þetta í 46 ár, þar af stýrði hann flugstjórnarmiðstöðinni í aldarfjórðung. „Ég hef oft höfðað til þess að þetta sé minnst þekkti útflutningsatvinnuvegur Íslands. Út af því að þetta er auðvitað borgað af notendagjöldum af þeirri flugumferð sem flýgur hérna yfir,“ sagði Ásgeir, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS.Sigurjón Ólason Kjartan Briem, framkvæmdastjóri dótturfélags Isavia, segir að í fyrra hafi gjaldeyristekjur vegna starfseminnar verið milli átta og níu milljarðar króna. Kjartan segir að í flugstjórnarmiðstöðinni starfi um 250 manns vegna alþjóðaflugsins og áætlar að fimmtíu til eitthundrað störf til viðbótar tengist starfseminni. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og flugumferðarstjóri.Egill Aðalsteinsson Njáll Trausti Friðbertsson starfaði sem flugumferðarstjóri í rúm 30 ár á Akureyrarflugvelli en hann er núna eini alþingismaðurinn sem á rætur í fluggeiranum. „Það eru fá lönd hér í Vestur-Evrópu, eða bara í heiminum, þar sem þetta er stærri hluti af efnahagslífi þjóðar. Þetta er gríðarlega stór atvinnugrein í okkar umhverfi,“ segir Njáll Trausti. Í fimmta þætti Flugþjóðarinnar mánudagskvöldið 30. september fylgjum við áhöfn Air Atlanta á Boeing 747-fraktþotu í hringferð um Afríku. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Play Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Hótel á Íslandi Bílaleigur Tengdar fréttir Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. 22. september 2024 07:17 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Þessu mátti kynnast í fjórða þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þar er fjallað um efnahagsáhrifin af flugstarfsemi Íslendinga. Hér má sjá fimm mínútna myndskeið úr þættinum: Störfin sem tengjast flugrekstrinum bara á Keflavíkurflugvelli eru mörg þúsund, eins og greining Aton fyrir Isavia leiddi í ljós. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað margir vinna við flugvöllinn sem slíkan. Að koma flugvélunum á sinn stað, að ná í töskurnar. Að gera bara allt í kringum flugvöllinn,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton.Egill Aðalsteinsson Á árunum 2016 til 2017 hafi þetta verið milli sex og átta þúsund starfsmenn. Þeim hafi fækkað í kringum covid-heimsfaraldurinn en síðan hafi flugið tekið við sér aftur, farþegum fjölgað ört, sem og starfsmönnum. „Og það er fyrirséð, miðað við gögn sem við höfum og farþegaspár, og áhuga á Íslandi, að það verði gríðarleg fjölgun. Og við getum séð eftir einhvern tíma að það verði tíu þúsund manns að starfa bara við flugvöllinn og þá starfsemi sem er þar,“ segir Huginn. Ólafur Guðbergsson, deildarstjóri farþegaaksturs hjá Isavia.Egill Aðalsteinsson Bara eitt dæmið er að til að aka rútunum sem flytja farþega milli flugstöðvar og flugvéla þurfti 44 starfsmenn í sumar og 26 í vetur en langt er síðan landgangarnir urðu of fáir. Rútustarfsemin er orðin ein sú umfangsmesta á landinu. „Við erum næstfjölmennasta rútufyrirtæki landsins með fæstu kílómetrana,“ segir Ólafur Guðbergsson, deildarstjóri farþegaaksturs hjá Isavia. Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langstærsti vinnustaður flugvirkja á Íslandi. Tæknistjóri viðhaldsstöðvarinnar, Hörður Már Harðarson, segir að þar starfi yfir þrjúhundruð manns, þar af yfir tvöhundruð flugvirkjar. „Það má líkja þessu bara við nokkuð stórt álver. Hér eru miklir fagmenn í vinnu og þetta telst til nokkuð vel launaðra starfa. Þannig að hér er þó nokkuð mikil skatttekja fyrir hið opinbera. Þannig að sannarlega er þetta gott fyrir þjóðarbúið, tel ég,“ segir Hörður. Ásgeir Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS.Sigurjón Ólason Íslendingar hafa frá árinu 1948 annast flugumferðarþjónustu á Norður-Atlantshafi, á svæði sem nær allt til Norðurpólsins. Þjónustan hófst í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir síðari heimsstyrjöld en er núna til húsa í flugstjórnarmiðstöðinni á vellinum. Flugumferðarstjórinn Ásgeir Pálsson vann við þetta í 46 ár, þar af stýrði hann flugstjórnarmiðstöðinni í aldarfjórðung. „Ég hef oft höfðað til þess að þetta sé minnst þekkti útflutningsatvinnuvegur Íslands. Út af því að þetta er auðvitað borgað af notendagjöldum af þeirri flugumferð sem flýgur hérna yfir,“ sagði Ásgeir, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Isavia ANS. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS.Sigurjón Ólason Kjartan Briem, framkvæmdastjóri dótturfélags Isavia, segir að í fyrra hafi gjaldeyristekjur vegna starfseminnar verið milli átta og níu milljarðar króna. Kjartan segir að í flugstjórnarmiðstöðinni starfi um 250 manns vegna alþjóðaflugsins og áætlar að fimmtíu til eitthundrað störf til viðbótar tengist starfseminni. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og flugumferðarstjóri.Egill Aðalsteinsson Njáll Trausti Friðbertsson starfaði sem flugumferðarstjóri í rúm 30 ár á Akureyrarflugvelli en hann er núna eini alþingismaðurinn sem á rætur í fluggeiranum. „Það eru fá lönd hér í Vestur-Evrópu, eða bara í heiminum, þar sem þetta er stærri hluti af efnahagslífi þjóðar. Þetta er gríðarlega stór atvinnugrein í okkar umhverfi,“ segir Njáll Trausti. Í fimmta þætti Flugþjóðarinnar mánudagskvöldið 30. september fylgjum við áhöfn Air Atlanta á Boeing 747-fraktþotu í hringferð um Afríku. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Play Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Hótel á Íslandi Bílaleigur Tengdar fréttir Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. 22. september 2024 07:17 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45
Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. 22. september 2024 07:17
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27
Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20