Vilja að takmarkanir á starfsmannaleigur verði skoðaðar Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 11:20 Saga Kjartansdóttir, lögfræðingur hjá vinnueftirliti ASÍ. Vísir/Egill Sérfræðingur hjá ASÍ vill skoða hvort takmarka eigi starfsemi starfsmannaleiga. Starfsmenn leiganna séu of útsettir fyrir mansali þótt að alls ekki allar starfsmannaleigur gerist sekar um vinnumansal. Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali. Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali.
Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira