Arnar Þór og Miðflokkur náðu ekki saman Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 11:34 Arnar Þór Jónsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Viðræður Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og Miðflokksins hafa fjarað út. Hann segist íhuga alvarlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Arnar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi komið með tillögur og hugmyndir að beiðni Miðflokksins en ekki fengið nein efnisleg svör. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ segir Arnar. Hann tekur fram að það hafi verið snertifletir víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. Arnar segist þó skilja þeirra hlið þar sem hann hafi verið utanaðkomandi og kallað eftir breytingum á flokknum. „Ég er alls ekki vonsvikinn, þessir fundir þurftu að fara fram. Þetta hefur verið lærdómssríkt,“ segir Arnar sem bætir við að færi hann á þing gæti hann hæglega unnið með Miðflokknum. „Mér fannst ég þurfa að reyna á þetta. En þetta er líka ákveðinn léttir. Nú er ég með hreint borð.“ Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðinn. Nú segist Arnar íhuga það alvarlega að stofna nýjan flokk. Mikil orka hafi farið í viðræðurnar við Miðflokkinn og nú þurfi hann að setjast niður og ræða við sitt fólk og bakland um framtíðina. Hann segir þó ljóst að breytinga sé þörf. „Við þolum ekki önnur sjö ár eins og þau sjö ár sem hafa verið á undan,“ segir hann og minnist sérstaklega á löggæsluna, vegakerfið, og félagslega kerfið í heild sinni. „Það þarf að styrkja innviði Íslands, ef þeir eiga ekki á brotna undan okkar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Miðflokkurinn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Arnar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi komið með tillögur og hugmyndir að beiðni Miðflokksins en ekki fengið nein efnisleg svör. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ segir Arnar. Hann tekur fram að það hafi verið snertifletir víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. Arnar segist þó skilja þeirra hlið þar sem hann hafi verið utanaðkomandi og kallað eftir breytingum á flokknum. „Ég er alls ekki vonsvikinn, þessir fundir þurftu að fara fram. Þetta hefur verið lærdómssríkt,“ segir Arnar sem bætir við að færi hann á þing gæti hann hæglega unnið með Miðflokknum. „Mér fannst ég þurfa að reyna á þetta. En þetta er líka ákveðinn léttir. Nú er ég með hreint borð.“ Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðinn. Nú segist Arnar íhuga það alvarlega að stofna nýjan flokk. Mikil orka hafi farið í viðræðurnar við Miðflokkinn og nú þurfi hann að setjast niður og ræða við sitt fólk og bakland um framtíðina. Hann segir þó ljóst að breytinga sé þörf. „Við þolum ekki önnur sjö ár eins og þau sjö ár sem hafa verið á undan,“ segir hann og minnist sérstaklega á löggæsluna, vegakerfið, og félagslega kerfið í heild sinni. „Það þarf að styrkja innviði Íslands, ef þeir eiga ekki á brotna undan okkar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Miðflokkurinn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira