Fatlað fólk á Íslandi Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 24. september 2024 10:00 Staða fatlaðs fólks mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum í síðustu viku. Af mismunandi ástæðum þó. Okkur er tíðrætt um jafnrétti og opinberlega státum við okkur af því hvert sem við förum. Gott og vel. En þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileikans í jafnréttisumræðunni endurspegla síðustu dagar raunveruleika fatlaðs fólks í íslensku samfélagi. Það fer ósköp lítið fyrir jafnrétti þar. Áður en lengra er haldið er ágætt að útskýra hvað felst í því að vera fatlaður. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að öll aðildarríki að samningnum viðurkenni að til fatlaðs fólks teljast m.a. þau sem eru með langvarandi líkamlega, andlega eða vitsmunalega skerðingu eða skerta skynjun og sem verða fyrir ýmiss konar hindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Jafnframt viðurkenni aðildarríki að hugtakið fötlun sé í sífelldri þróun og að fötlun sé afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hins vegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Þessi skilgreining er lögfest í lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Allt fatlað fólk er langvarandi fatlað, ekki bara í sex mánuði eða ár. Það er staðreynd, hvað svo sem fólki kann að þykja um þá staðreynd. Að þessu sögðu er gott að hafa í huga að allt laga- og regluverk er mannanna verk. Í tilfelli málaflokks fatlaðs fólks er markmiðið yfirleitt göfugt og flest snýr að því að auka og bæta hvers konar samfélagslega þátttöku. Þar sem fatlað fólk er mjög fjölbreytt er óhætt að segja að enginn er eins. Þar af leiðindi er stuðningurinn sömuleiðis mismunandi. Undanfarin ár hefur skilningur hvað þetta varðar breyst til hins betra. En, á sama tíma er að eiga sér gríðarlegt bakslag í réttindabaráttunni. Í síðustu viku stigu fram einstaklingar sem allir eiga rétt á tiltekinni þjónustu. Lögbundinni þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita, þjónustu sem er nauðsynleg til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa viðkomandi einstaklingi skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Aftur, göfugt markmið. Aftur á móti fær fólk ekki þessa nauðsynlegu lögbundnu þjónustu. Af hverju ekki? Málaflokkurinn er ófjármagnaður. Fjármagnið er ekki til. Það hefur ekki verið til og er ekki til. Þessi tiltekna þjónusta sem ríki og sveitarfélög hafa árum saman vísað fram og til baka um hver eigi að fjármagna heldur áfram að kastast fram og til baka. Á kostnað þess sem á rétt á þjónustunni. Þeir einstaklingar sem komu opinberlega fram eru m.a. með lífsógnandi sjúkdóma. Þá vaknar spurning. Einstaklingur sem sækir um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fær umsókn sína samþykkta en samþykktin felur samt ekki í sér að þjónustan verði veitt, þrátt fyrir samþykktina. En hvenær verður hún veitt? Það er ekki hægt að svara því. Af hverju ekki? Það er af því að það er ekki til nein reglugerð sem segir til um forgangsröðun eða biðlista. Hvað má þá einstaklingurinn bíða lengi? Þrjú til fimm ár. Þá vaknar önnur spurning. Þar sem þessi tiltekna þjónusta, NPA, er samkomulag milli ríkis og sveitarfélags af hverju er þessi staða þá uppi? Ríkið segist uppfylla allar sínar skyldur hvað fjármögnun NPA varðar og liggur því hjá sveitarfélaginu að leysa úr vandanum hvað fjármögnun samninganna varðar. Er þetta lausn? En hvað ef sveitarfélagið gerir það ekki? Eftir situr fólk sem á lögbundinn rétt á lífsnauðsynlegri þjónustu án hennar, árum saman. Það skondna er að á sama tíma og þetta raungerist á fatlað fólk samt sem áður að geta stundað atvinnu. Það er jú stefna stjórnvalda að fækka fólki á örorkulífeyri. Þá snúum við okkur að næsta máli. Ung kona með langvarandi sjúkdóm er örorkulífeyristaki. Allt hennar líf hefur hún þurft að leggjast reglulega inn á spítala sjúkdómsins vegna. Þetta ár hefur hún meira og minna þurft að vera inniliggjandi á spítala. Hún fær bréf þess efnis að þar sem hún hafi verið inniliggjandi í 180 daga, þar af 30 daga samfleytt, muni hún missa örorkulífeyri sinn nú um mánaðarmótin og fram til loka árs. Í stað örorkulífeyris fær hún kr. 100.020 á mánuði í ráðstöfunarfé greitt frá Tryggingastofnun ríkisins. Nú kann að vera fólk stökkvi upp á nef sér og finnist það sem hér að ofangreinir vera réttlátt og annað vera frekja. Gleymum því ekki að fatlað fólk greiðir skatta eins og ófatlað fólk, líka þau sem fá greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun. Og nei, það er enginn sem ásælist það sérstaklega að lifa á framfærslu ríkisins sem er undir lágmarkslaunum og viðheldur fátækt. Hversu langt ætla íslensk stjórnvöld að ganga í því að hafa af fötluðu fólki lögbundna þjónustu og skilja það eftir í myrkri og ómanneskjulegum aðstæðum? Nú liggur fyrir á þingmálaskrá að lögfesta eigi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. ÖBÍ fagnar því. En hvernig er hægt að lögfesta samninginn ef það sem hér að ofan er líst á sér stað, ár eftir ár? Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm eða byrði. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum í síðustu viku. Af mismunandi ástæðum þó. Okkur er tíðrætt um jafnrétti og opinberlega státum við okkur af því hvert sem við förum. Gott og vel. En þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileikans í jafnréttisumræðunni endurspegla síðustu dagar raunveruleika fatlaðs fólks í íslensku samfélagi. Það fer ósköp lítið fyrir jafnrétti þar. Áður en lengra er haldið er ágætt að útskýra hvað felst í því að vera fatlaður. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að öll aðildarríki að samningnum viðurkenni að til fatlaðs fólks teljast m.a. þau sem eru með langvarandi líkamlega, andlega eða vitsmunalega skerðingu eða skerta skynjun og sem verða fyrir ýmiss konar hindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Jafnframt viðurkenni aðildarríki að hugtakið fötlun sé í sífelldri þróun og að fötlun sé afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hins vegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Þessi skilgreining er lögfest í lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Allt fatlað fólk er langvarandi fatlað, ekki bara í sex mánuði eða ár. Það er staðreynd, hvað svo sem fólki kann að þykja um þá staðreynd. Að þessu sögðu er gott að hafa í huga að allt laga- og regluverk er mannanna verk. Í tilfelli málaflokks fatlaðs fólks er markmiðið yfirleitt göfugt og flest snýr að því að auka og bæta hvers konar samfélagslega þátttöku. Þar sem fatlað fólk er mjög fjölbreytt er óhætt að segja að enginn er eins. Þar af leiðindi er stuðningurinn sömuleiðis mismunandi. Undanfarin ár hefur skilningur hvað þetta varðar breyst til hins betra. En, á sama tíma er að eiga sér gríðarlegt bakslag í réttindabaráttunni. Í síðustu viku stigu fram einstaklingar sem allir eiga rétt á tiltekinni þjónustu. Lögbundinni þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita, þjónustu sem er nauðsynleg til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa viðkomandi einstaklingi skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Aftur, göfugt markmið. Aftur á móti fær fólk ekki þessa nauðsynlegu lögbundnu þjónustu. Af hverju ekki? Málaflokkurinn er ófjármagnaður. Fjármagnið er ekki til. Það hefur ekki verið til og er ekki til. Þessi tiltekna þjónusta sem ríki og sveitarfélög hafa árum saman vísað fram og til baka um hver eigi að fjármagna heldur áfram að kastast fram og til baka. Á kostnað þess sem á rétt á þjónustunni. Þeir einstaklingar sem komu opinberlega fram eru m.a. með lífsógnandi sjúkdóma. Þá vaknar spurning. Einstaklingur sem sækir um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fær umsókn sína samþykkta en samþykktin felur samt ekki í sér að þjónustan verði veitt, þrátt fyrir samþykktina. En hvenær verður hún veitt? Það er ekki hægt að svara því. Af hverju ekki? Það er af því að það er ekki til nein reglugerð sem segir til um forgangsröðun eða biðlista. Hvað má þá einstaklingurinn bíða lengi? Þrjú til fimm ár. Þá vaknar önnur spurning. Þar sem þessi tiltekna þjónusta, NPA, er samkomulag milli ríkis og sveitarfélags af hverju er þessi staða þá uppi? Ríkið segist uppfylla allar sínar skyldur hvað fjármögnun NPA varðar og liggur því hjá sveitarfélaginu að leysa úr vandanum hvað fjármögnun samninganna varðar. Er þetta lausn? En hvað ef sveitarfélagið gerir það ekki? Eftir situr fólk sem á lögbundinn rétt á lífsnauðsynlegri þjónustu án hennar, árum saman. Það skondna er að á sama tíma og þetta raungerist á fatlað fólk samt sem áður að geta stundað atvinnu. Það er jú stefna stjórnvalda að fækka fólki á örorkulífeyri. Þá snúum við okkur að næsta máli. Ung kona með langvarandi sjúkdóm er örorkulífeyristaki. Allt hennar líf hefur hún þurft að leggjast reglulega inn á spítala sjúkdómsins vegna. Þetta ár hefur hún meira og minna þurft að vera inniliggjandi á spítala. Hún fær bréf þess efnis að þar sem hún hafi verið inniliggjandi í 180 daga, þar af 30 daga samfleytt, muni hún missa örorkulífeyri sinn nú um mánaðarmótin og fram til loka árs. Í stað örorkulífeyris fær hún kr. 100.020 á mánuði í ráðstöfunarfé greitt frá Tryggingastofnun ríkisins. Nú kann að vera fólk stökkvi upp á nef sér og finnist það sem hér að ofangreinir vera réttlátt og annað vera frekja. Gleymum því ekki að fatlað fólk greiðir skatta eins og ófatlað fólk, líka þau sem fá greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun. Og nei, það er enginn sem ásælist það sérstaklega að lifa á framfærslu ríkisins sem er undir lágmarkslaunum og viðheldur fátækt. Hversu langt ætla íslensk stjórnvöld að ganga í því að hafa af fötluðu fólki lögbundna þjónustu og skilja það eftir í myrkri og ómanneskjulegum aðstæðum? Nú liggur fyrir á þingmálaskrá að lögfesta eigi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. ÖBÍ fagnar því. En hvernig er hægt að lögfesta samninginn ef það sem hér að ofan er líst á sér stað, ár eftir ár? Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm eða byrði. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun