Söfnuðu um níu milljónum í minningu Bryndísar Klöru Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2024 16:42 Fulltrúar frá Krónunni, Bónusi, Nettó og Hagkaupum og fulltrúar Salaskóla ásamt tveimur nemendum komu saman hjá KPMG í dag til að afhenda forseta Íslands, verndara Minningarsjóðs Höllu Karenar Birgisdóttur á níundu milljón króna sem söfnuðust með sölu kertanna og með áheitahlaupi grunnskólanemenda í Salaskóla. KPMG fer með vörslu sjóðsins. Aðsend Minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur var í dag afhent um níu milljónir króna sem söfnuðust í annars vega kertasölu og hins vegar í áheitahlaupi skólasystkina hennar. Í tilkynningu kemur fram að tæpar sjö milljónir hafi safnast í kertasölunni og um 1,4 í áheitahlaupinu. Forseti Íslands er verndari sjóðsins og tók við peningunum í dag fyrir hönd sjóðsins. Í tilkynningu um málið segir að við móttökuna hafi fulltrúar verslananna sem seldu kertin afhent forsetanum afrakstur sölu sinnar auk þess sem fulltrúar nemenda Salaskóla afhentu afrakstur áheita af hlaupi sem skólinn efndi til. Minningarsjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Afrakstur safnananna verður lagður inn á reikning sjóðsins sem KPMG hefur umsjón með. Bryndís Klara lést eftir hnífaárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Fljótlega eftir að lögreglu bar að garði var sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september. Var nemandi í Salaskóla Nemendur í Salaskóla, þar sem Bryndís Klara var nemandi allan sinn grunnskólaaldur, efndu til áheitasöfnunar í minningu Bryndísar. Frá áheitahlaupi barnanna í Salaskóla.Aðsend Að sögn Kristínar Sigurðardóttur, skólastjóra Salaskóla, taka nemendur skólans á hverju hausti þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ og hafa nýtt tilefnið til að hlaupa til góðs og kalla hlaupið „góðgerðarhlaup Salaskóla“. Í ár var ákveðið að óska eftir styrkjum í minningu Bryndísar Klöru frá foreldrum og öðrum velunnurum skólans, sem næmi að lágmarki 530 krónum, eða einni krónu fyrir hvern nemanda skólans og skyldi söfnunarféð renna óskipt í minningarsjóðinn. Alls söfnuðust alls um 1.450 þúsundir króna sem einnig voru afhentar forseta Íslands við athöfnina hjá KPMG. Kertasalan fór fram í aðdraganda útfarar Bryndísar Klöru þann 13. september. Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að kertasölunni og fékk verslanirnar til liðs við sig. „Ég er svo innilega þakklát öllum sem tóku þátt í að styrkja minningarsjóð Bryndísar Klöru með kaupum á kertum. Enn og aftur sýnum við sem þjóð að með samkennd og náungakærleik að allt er hægt,“ segir Anna Björt í tilkynningu um málið. Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. 18. september 2024 11:10 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Í tilkynningu um málið segir að við móttökuna hafi fulltrúar verslananna sem seldu kertin afhent forsetanum afrakstur sölu sinnar auk þess sem fulltrúar nemenda Salaskóla afhentu afrakstur áheita af hlaupi sem skólinn efndi til. Minningarsjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Afrakstur safnananna verður lagður inn á reikning sjóðsins sem KPMG hefur umsjón með. Bryndís Klara lést eftir hnífaárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Fljótlega eftir að lögreglu bar að garði var sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september. Var nemandi í Salaskóla Nemendur í Salaskóla, þar sem Bryndís Klara var nemandi allan sinn grunnskólaaldur, efndu til áheitasöfnunar í minningu Bryndísar. Frá áheitahlaupi barnanna í Salaskóla.Aðsend Að sögn Kristínar Sigurðardóttur, skólastjóra Salaskóla, taka nemendur skólans á hverju hausti þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ og hafa nýtt tilefnið til að hlaupa til góðs og kalla hlaupið „góðgerðarhlaup Salaskóla“. Í ár var ákveðið að óska eftir styrkjum í minningu Bryndísar Klöru frá foreldrum og öðrum velunnurum skólans, sem næmi að lágmarki 530 krónum, eða einni krónu fyrir hvern nemanda skólans og skyldi söfnunarféð renna óskipt í minningarsjóðinn. Alls söfnuðust alls um 1.450 þúsundir króna sem einnig voru afhentar forseta Íslands við athöfnina hjá KPMG. Kertasalan fór fram í aðdraganda útfarar Bryndísar Klöru þann 13. september. Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að kertasölunni og fékk verslanirnar til liðs við sig. „Ég er svo innilega þakklát öllum sem tóku þátt í að styrkja minningarsjóð Bryndísar Klöru með kaupum á kertum. Enn og aftur sýnum við sem þjóð að með samkennd og náungakærleik að allt er hægt,“ segir Anna Björt í tilkynningu um málið.
Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. 18. september 2024 11:10 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. 18. september 2024 11:10
Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17
Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09